Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 08:30 Lærisveinar Louis van Gaal unnu sjötta leikinn í röð um helgina. vísir/getty Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton sem nú starfar sem knattspyrnuspekingur hjá BBC, telur að sínir gömlu liðsfélagar geti unnið Englandsmeistaratitilinn. United vann sjötta leikinn í röð í úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar liðið lagði Liverpool að velli, 3-0, og er nú átta stigum á eftir toppliði Chelsea og fimm stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti deildarinnar.Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Aðspurður í útvarpsviðtali á BBC í gær hvort United gæti unnið deildina sagði Neville, sem var einnig þjálfari hjá liðinu á síðustu leiktíð: „Já, það getur það. Leikmennirnir trúa því og það gerir Louis van Gaal einnig.“ Neville segist hafa séð alvöru liðsanda og stemningu í hópnum eftir nauman sigur á Southampton í síðustu viku. „Maður sá það í lok leiksins þegar liðið fagnaði með stuðningsmönnunum. Van Gaal fór til þeirra, Ryan Giggs líka og markvarðaþjálfarinn,“ sagði Neville.Sjá einnig:Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband „Allt í einu var andinn kominn aftur. Þessi ósigrandi liðsandi. Ég hef unnið ensku úrvalsdeildina og þessi andi getur fleytt manni langt. Eins og staðan er þá fellur allt með United og maður veit aldrei hvað gerist.“ Manchester United á leiki við Aston Villa, Tottenham og Stoke auk þess sem liðið tekur á móti Newcastle yfir jólavertíðina. „Þeir eiga þægilega leiki framundan sem þeir telja sig eflaust geta unnið. United er ekki í Evrópukeppni þannig það eru engir leikir í miðri viku. Ef það misstígur sig ekki þá er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Phil Neville. Enski boltinn Tengdar fréttir Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01 Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41 Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30 Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30 Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40 Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton sem nú starfar sem knattspyrnuspekingur hjá BBC, telur að sínir gömlu liðsfélagar geti unnið Englandsmeistaratitilinn. United vann sjötta leikinn í röð í úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar liðið lagði Liverpool að velli, 3-0, og er nú átta stigum á eftir toppliði Chelsea og fimm stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti deildarinnar.Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Aðspurður í útvarpsviðtali á BBC í gær hvort United gæti unnið deildina sagði Neville, sem var einnig þjálfari hjá liðinu á síðustu leiktíð: „Já, það getur það. Leikmennirnir trúa því og það gerir Louis van Gaal einnig.“ Neville segist hafa séð alvöru liðsanda og stemningu í hópnum eftir nauman sigur á Southampton í síðustu viku. „Maður sá það í lok leiksins þegar liðið fagnaði með stuðningsmönnunum. Van Gaal fór til þeirra, Ryan Giggs líka og markvarðaþjálfarinn,“ sagði Neville.Sjá einnig:Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband „Allt í einu var andinn kominn aftur. Þessi ósigrandi liðsandi. Ég hef unnið ensku úrvalsdeildina og þessi andi getur fleytt manni langt. Eins og staðan er þá fellur allt með United og maður veit aldrei hvað gerist.“ Manchester United á leiki við Aston Villa, Tottenham og Stoke auk þess sem liðið tekur á móti Newcastle yfir jólavertíðina. „Þeir eiga þægilega leiki framundan sem þeir telja sig eflaust geta unnið. United er ekki í Evrópukeppni þannig það eru engir leikir í miðri viku. Ef það misstígur sig ekki þá er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Phil Neville.
Enski boltinn Tengdar fréttir Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01 Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41 Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30 Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30 Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40 Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01
Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41
Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30
Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30
Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40
Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30