Maður sem hafði misst fyrirtæki sitt og orðið gjaldþrota keyrði bíl inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins í Madríd. Í bílnum voru tveir tankar en þeir sprungu ekki og engan sakaði.
Talsmaður lögreglunnar sagði AFP fréttaveitunni að maðurinn hefði misst allt. Hann var handtekinn.
Í tönkunum fannst efni sem enn á eftir að greina, en lögreglan vildi ekki staðfesta fregnir af því að í þeim væri áburður. Upprunalega sagði lögreglan að sprengja hefði verið í bílnum, en það var dregið til baka.
Lögreglan girti af og lokaði stóru svæði í miðborg Madríd, sem leiddi til umferðarteppu og að fjölmargir komu seint til vinnu.
