Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - KR 2-1 | Þriðja tap KR Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 11. júní 2014 12:29 Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur, 2-1, á KR í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum og eru Stjörnumenn enn taplausir. Íslandsmeistararnir töpuðu því sínum þriðja leik á tímabilinu. KR-ingar byrjuðu leikinn virkilega vel og pressuðu strax stíft í bakið á Stjörnumönnum. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Kjartan Henry Finnbogason laglegt mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. KR-ingar voru síðan aftur mættir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði laglegt mark. Haukur Heiðar renndi boltanum út í teiginn á Grétar sem lagði boltanum laglega í netið framhjá Ingvari. Rétt áður hafði Egill Jónsson farið meiddur af velli í liði KR og þrátt fyrir mark KR-ingar fór að halla undir miðjuspilinu hjá KR eftir að Egill var farinn af velli. Stjörnumenn efldust töluvert eftir markiði hjá KR-ingum og náðu að jafna metinn á 38. mínútu þegar Ólafur Karl Finsen skoraði fínt mark. Laglega gert hjá Ólafi sem fékk laglega sendingu inn í teiginn frá Pablo Punyed og stýrði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu hjá KR. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn síðan að komast yfir. Framherjinn Jeppe Hansen skoraði þá virkilega fallegt mark. Hann snéri þá boltanum vel framhjá Stefáni Loga í markinu eftir að hafa keyrt upp miðjuna sjálfur. Frábært mark hjá Jeppe og þvílíkur viðsnúningur á einum leik. Stjörnumenn voru heldur betur komnir í gang. Staðan var 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði einnig með miklum látum og fengu heimamenn strax algjört dauðafæri. Stjörnumenn voru betri aðilinn fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiksins en liðið náðu ekki að skapa sér almennileg færi. KR-ingar lögðu mikið kapp á sóknarleikinn út leiktímann og voru mikið í boltanum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Kjartan Henry Finnbogason sitt annað gula spjald og því raut. Kjartan togaði niður varnarmenn Stjörnunnar rétt áður en hann slapp einn í gegn um vörn heimamenna. Ótrúlega mikið kæruleysi og KR-ingar sáu aldrei til sólar eftir það. Niðurstaðan því 2-1 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar og KR-ingar í því sjötta með 10 stig. Baldur: Þurfum allir að hugsa okkar gangvisir/daníel„Það er voðalega erfitt að setja fingur á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ segir Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einhvern veginn alltaf skrefi á eftir Stjörnumönnum í dag. Það má samt ekki taka það af okkur að við byrjuðum rosalega vel en um leið og við skorum fyrsta markið þá er eins og menn hætti bara að hlaupa.“ Baldur segir að KR liðið hafi samt sem áður heldur betur fengið færin til að jafna leikinn undir lokin. Egill Jónasson, leikmaður KR, fór meiddur af velli á 17. mínútu. „Mér fannst það ekki hafa áhrif á miðjuspilið sérstaklega hjá okkur en á þeim tímapunkti hrundi samt leikur okkar.“ Baldur segir að það þýðir ekkert að fara í felur með það að KR liðið er ekki á þeim stað sem þeir vilja vera á. „Núna þurfa allir nálægt liðinu að setjast niður og sjá hvað er að fara úrskeiðis.“ Atli: Náðum verðskuldað að komast yfirvisir/daníel„Þetta var frábær leikur milli tveggja jafnra liða,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þeir byrja leikinn betur en við náum að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá fannst mér við ná verðskuldað forystunni og þá þurftu þeir að koma framar á völlinn.“ Atli segir að góður varnarleikur hafi skilað stigunum þremur í kvöld. „Við fengum síðan flott færi undir lokin til að skora fleiri mörk en það hófst ekki.“ Hann segir að Stjörnumenn ætli sér að vera áfram í toppbaráttunni og alveg til loka.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira