Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi nýverið við KR um að ganga til liðs við félagið fyrir næsta tímabil.
„Ég hef heyrt frá KR-ingum,“ sagði Finnur Orri í samtali við Vísi í dag en hann verður samningslaus um áramótin og er því frjálst að ræða við önnur lið.
„Ég hef nú heyrt það sem ég vil heyra frá þeim liðum sem hafa áhuga og því er þetta bara spurning um að taka ákvörðun. Ég vona að það gerist fyrr en seinna,“ sagði Finnur Orri sem hefur einnig verið orðaður við FH auk þess sem að Blikar hafa vitanlega áhuga á að halda honum í Kópavoginum.
Finnur Orri staðfestir að valið standi helst á milli þessara liða.
Finnur Orri ræddi líka við KR

Tengdar fréttir

Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum
Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum.

Gary Martin vill fá Bjarna Guðjónsson sem þjálfara KR
Rúnar Kristinsson líklega á leið í atvinnumennsku og framherjinn spáir í þjálfaramálum liðsins.

Finnur Orri í viðræður við FH
Fyrirliði Breiðabliks samninglaus um áramótin og er eftirsóttur.