Erlent

Bandaríkin skila fornmunum til Perú

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nokkrir af mununum sem var skilað
Nokkrir af mununum sem var skilað Vísir/AP
Bandaríkin hafa skilað Perú um 20 stolnum fornmunum sem smyglað hafði verið til landsins. Sumir gripirnir eru meira en 1.800 ára gamlir.

Ýmsum leirmunum var meðal annars skilað sem talið er að séu frá því áður en Spánverjar komu til Perú á 16. öld.

Fornminjafundurinn er afrakstur fjögurra rannsókna á vegum bandarískra tollayfirvalda. Talið er að munirnir hafi verið keyptir af bændum í Perú sem fóru um og rændu grafir, og þeim hafi síðan verið smyglað í pósti til Bandaríkjanna.

Síðan árið 2007 hafa bandarísk yfirvöld lagt hald á meira en 7.100 fornmuni sem smyglað hefur verið til landsins. Þeim hefur verið skilað aftur, meðal annars til Frakklands, Kína, Póllands og Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×