Móðurhjartað sló mikið eftir snjóflóðið Bjarki Ármannsson skrifar 19. apríl 2014 09:00 Ingólfur Axelsson dvelur um þessar mundir í grunnbúðum Everest. Mynd/Axel Bragi Bragason „Móðurhjartað sló mikið þangað til við heyrðum að allt væri í lagi,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Ingólfs Axelssonar. Ingólfur er ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur staddur í grunnbúðum Everest-fjalls, um 500 metrum fyrir neðan staðinn þar sem mannskætt snjóflóð féll aðfaranótt föstudags. „Við fréttum snemma af slysinu og það var ekkert sagt hvort það væri í lagi með hann,“ segir Ingibjörg. „Það var auðvitað allt sett í gang að reyna að ná í hann. Svo koma fréttir um að það sé í lagi með Vilborgu, sem betur fer, en þá varð maður ennþá smeykari.“ Hún náði loks stuttlega tali af syni sínum í gær en símasamband var mjög ótryggt í grunnbúðunum eftir slysið. Hún segir biðina hafa verið mjög erfiða og að hún hafi ekki spurt Ingólf út í slysið. „Við erum bara afskaplega þakklát fyrir að það sé í lagi með þau,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ragnarsdóttir segist hafa verið mjög smeyk um son sinn.Vísir/AntonAllir hafa misstYfirvöld í Nepal segja að minnsta kosti tólf hafi farist í snjóflóðinu og að margra sé enn saknað. Hinir látnu voru allir nepalskir sjerpar, þaulreyndir fjallaleiðsögumenn, meðal annars úr leiðangri Vilborgar og Ingólfs. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði Vilborg þegar fréttastofa náði af henni tali snemma í gær. „Sjerparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína,“ sagði Vilborg. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um framhald ferðarinnar en til stóð að ná efsta tindi fjallsins í næsta mánuði. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð um klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma, sem gerir kortér í sjö að staðartíma. Slysið er hið mannskæðasta í sögu Everest-fjalls. Stjórnvöld í Nepal hafa ekki gefið upp nöfn þeirra sjerpa sem létust í snjóflóðinu né þeirra sem enn er saknað. Sjerparnir lögðu af stað snemma dags til að fara með vistir upp á fjall og undirbúa aðalklifurtímabilið sem á að hefjast á næstu dögum.Tökulið óvisst um afdrif sjerpannaLeikarinn Ingvar E. Sigurðsson var ásamt fleirum staddur í fjallshlíðum Nepal í janúar síðastliðnum við tökur á kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks. Allt tökulið er komið aftur til Evrópu en hann segist ekki vita hvort sjerparnir sem aðstoðuðu leikaraliðið hafi verið meðal þeirra látnu. „Þessir sem ég kynntust þurftu sumir að fara snemma því þeir voru að fara í leiðangur upp á fjallið,“ segir Ingvar. „Við vitum ekkert um þá.“ Kvikmyndin Everest fjallar um hörmungarnar sem áttu sér stað í fjallinu árið 1996 þegar átta manns létu lífið. Það var mannskæðasta slys í sögu fjallsins þar til í fyrrinótt. Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 "Þetta er litla barnið mitt“ Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli. 17. apríl 2014 15:49 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 "Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Móðurhjartað sló mikið þangað til við heyrðum að allt væri í lagi,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Ingólfs Axelssonar. Ingólfur er ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur staddur í grunnbúðum Everest-fjalls, um 500 metrum fyrir neðan staðinn þar sem mannskætt snjóflóð féll aðfaranótt föstudags. „Við fréttum snemma af slysinu og það var ekkert sagt hvort það væri í lagi með hann,“ segir Ingibjörg. „Það var auðvitað allt sett í gang að reyna að ná í hann. Svo koma fréttir um að það sé í lagi með Vilborgu, sem betur fer, en þá varð maður ennþá smeykari.“ Hún náði loks stuttlega tali af syni sínum í gær en símasamband var mjög ótryggt í grunnbúðunum eftir slysið. Hún segir biðina hafa verið mjög erfiða og að hún hafi ekki spurt Ingólf út í slysið. „Við erum bara afskaplega þakklát fyrir að það sé í lagi með þau,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ragnarsdóttir segist hafa verið mjög smeyk um son sinn.Vísir/AntonAllir hafa misstYfirvöld í Nepal segja að minnsta kosti tólf hafi farist í snjóflóðinu og að margra sé enn saknað. Hinir látnu voru allir nepalskir sjerpar, þaulreyndir fjallaleiðsögumenn, meðal annars úr leiðangri Vilborgar og Ingólfs. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði Vilborg þegar fréttastofa náði af henni tali snemma í gær. „Sjerparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína,“ sagði Vilborg. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um framhald ferðarinnar en til stóð að ná efsta tindi fjallsins í næsta mánuði. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð um klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma, sem gerir kortér í sjö að staðartíma. Slysið er hið mannskæðasta í sögu Everest-fjalls. Stjórnvöld í Nepal hafa ekki gefið upp nöfn þeirra sjerpa sem létust í snjóflóðinu né þeirra sem enn er saknað. Sjerparnir lögðu af stað snemma dags til að fara með vistir upp á fjall og undirbúa aðalklifurtímabilið sem á að hefjast á næstu dögum.Tökulið óvisst um afdrif sjerpannaLeikarinn Ingvar E. Sigurðsson var ásamt fleirum staddur í fjallshlíðum Nepal í janúar síðastliðnum við tökur á kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks. Allt tökulið er komið aftur til Evrópu en hann segist ekki vita hvort sjerparnir sem aðstoðuðu leikaraliðið hafi verið meðal þeirra látnu. „Þessir sem ég kynntust þurftu sumir að fara snemma því þeir voru að fara í leiðangur upp á fjallið,“ segir Ingvar. „Við vitum ekkert um þá.“ Kvikmyndin Everest fjallar um hörmungarnar sem áttu sér stað í fjallinu árið 1996 þegar átta manns létu lífið. Það var mannskæðasta slys í sögu fjallsins þar til í fyrrinótt.
Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 "Þetta er litla barnið mitt“ Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli. 17. apríl 2014 15:49 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 "Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43
Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32
Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53
"Þetta er litla barnið mitt“ Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli. 17. apríl 2014 15:49
Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15
"Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19
Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35