Erlent

Klamydía ógnar stofni kóalabjarna

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er vitað hvort þessi kóalabjörn þjáist af klamydíu.
Ekki er vitað hvort þessi kóalabjörn þjáist af klamydíu. Vísir/AFP
Klamydía er orðið að viðvarandi vandamáli meðal kóalabjarna og er nú farin að ógna stofninum til viðbótar við að stöðugt sé verið að þrengja að náttúrulegum heimkynnum þeirra.

Vísindamenn hafa nú þróað bóluefni til að vinna gegn kynsjúkdómnum meðal dýranna. Klamydían getur leitt til blindu og ófrjósemi meðal dýranna en einnig dauða. Rannsóknir á bóluefninu gefa tilefni til bjartsýni og gefið góða raun meðal þeirra dýra sem tilraunirnar hafa verið gerðar á.

Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að kóalabjörnum hafi fækkað mikið frá því að Bretar komu fyrst til Ástralíu árið 1788. Er talið að þá hafi þau verið um 10 milljónir talsins til samanburðar við þau 43 þúsund dýr sem nú lifa villt í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×