Daninn Nicklas Bendtner þarf að útskýra fyrir vinnuveitendum sínum, Arsenal, hvað hann var nákvæmlega að gera í Kaupmannahöfn á þriðjudag.
Það kvöld spilaði Arsenal í Meistaradeildinni en Bendtner var ekki með vegna meiðsla. Hann var þess í stað í Köben þar sem hann lyfti sér upp fyrir allan peninginn.
BT í Danmörku greindi frá því að hann hefði leyst niður um sig buxurnar og nuddað kynfærum sínum utan á leigubíl. Síðan hafi hann tekið beltið af buxunum og lamið bílinn með beltinu.
"Ég hef keyrt drukkna farþega í 25 ár en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður," sagði leigubílstjórinn.
Framherjinn verður nú tekinn á teppið hjá forráðamönnum Arsenal og hann má gera ráð fyrir að fá sekt fyrir þetta athæfi.
Lamdi leigubíl með beltinu sínu

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn



Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn
