Ætlar að láta vera í bili að fá eiginmanninn í þjálfarastarfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 07:00 Harpa og Björn Daníel spiluðu bæði með uppeldisfélögum sínum í sumar. Fréttablaðið/Valli Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira