Silfur Egils hættir á RÚV Boði Logason skrifar 19. júní 2013 11:07 Egill Helgason, sjónvarpsmaður Mynd/365 „Þetta eru blendnar tilfinningar en ég held að þetta sé rétt. Ég hef alltaf fylgt hugboðum mínum í þessum efnum,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður, en þáttur hans Silfur Egils verður ekki á dagskrá Ríkisútvarpsins næsta vetur. Þátturinn hóf göngu sína á Skjá einum fyrir 14 árum síðan og segir Egill að nú sé þetta komið gott. „Ég nenni ekki að endurtaka mig ár eftir ár, þetta eru orðin fjórtán ár. Metnaður minn stendur til að gera eitthvað annað eftir þennan langa tíma í hádeginu á sunnudögum,“ segir hann. „Þetta er orðið svolítið endurtekningarsamt og á endanum verður maður orðinn gamall karl talandi við fólk sem er miklu yngra en maður sjálfur og segjandi sömu hlutina aftur og aftur. Þetta er allt gert í góðu samkomulagi og að mínu frumkvæði frekar en hitt,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki vita hvort að annar þáttastjórnandi taki við af honum í Silfrinu, en líklega verði einhver þjóðmálaþáttur áfram í Ríkissjónvarpinu. „Það er langt í frá að ég sé að hætta á RÚV það er frekar að ég sé að fara í verkefni sem mér finnst skemmtilegri. Það verða þættir sem tengjast sögu, ferðaþættir og svo verður reyndar eitthvað þjóðmálatengt meðfram líka,“ segir hann. Í vetur verða sýndir þættir sem Egill hefur unnið að síðustu mánuði um Vestur-Íslendinga. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Þetta eru blendnar tilfinningar en ég held að þetta sé rétt. Ég hef alltaf fylgt hugboðum mínum í þessum efnum,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður, en þáttur hans Silfur Egils verður ekki á dagskrá Ríkisútvarpsins næsta vetur. Þátturinn hóf göngu sína á Skjá einum fyrir 14 árum síðan og segir Egill að nú sé þetta komið gott. „Ég nenni ekki að endurtaka mig ár eftir ár, þetta eru orðin fjórtán ár. Metnaður minn stendur til að gera eitthvað annað eftir þennan langa tíma í hádeginu á sunnudögum,“ segir hann. „Þetta er orðið svolítið endurtekningarsamt og á endanum verður maður orðinn gamall karl talandi við fólk sem er miklu yngra en maður sjálfur og segjandi sömu hlutina aftur og aftur. Þetta er allt gert í góðu samkomulagi og að mínu frumkvæði frekar en hitt,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki vita hvort að annar þáttastjórnandi taki við af honum í Silfrinu, en líklega verði einhver þjóðmálaþáttur áfram í Ríkissjónvarpinu. „Það er langt í frá að ég sé að hætta á RÚV það er frekar að ég sé að fara í verkefni sem mér finnst skemmtilegri. Það verða þættir sem tengjast sögu, ferðaþættir og svo verður reyndar eitthvað þjóðmálatengt meðfram líka,“ segir hann. Í vetur verða sýndir þættir sem Egill hefur unnið að síðustu mánuði um Vestur-Íslendinga.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira