Ragna Lóa lofaði að halda partí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 06:30 Leikmenn Fylkis fögnuðu að vonum sigrinum á Grindavík á þriðjudagskvöldið Mynd/Einar Ásgeirsson „Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
„Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti