Markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, útskrifaðist í dag með sálfræðigráðu frá Háskólanum á Akureyri.
Margrét Lára, sem spilar sem atvinnumaður með liði Kristianstad í Svíþjóð, hefur setið á skólabekk meðfram knattspyrnuferli sínum. Algengt er að íslenskir knattspyrnumenn erlendis einbeiti sér fyrst og fremst að íþrótt sinni og taki því rólega utan æfinga en svo er ekki í tilfelli Margrétar Láru.
Markadrottningin fetar í fótspor ekki ómerkari landsliðsmanna en Árna Gauts Arasonar, Guðna Bergssonar og Katrínar Jónsdóttur landsliðsfyrirliða sem öll luku námi meðfram atvinnumannaferlum sínum.
Margrét Lára er fimmti markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð með sjö mörk í ellefu leikjum. Þá hefur hún lagt upp þrjú mörk fyrir liðsfélaga sína. Hlé hefur verið gert á tímabilinu í Svíþjóð vegna Evrópumóts kvennalandsliða sem fram fer í landinu í júlí. Þar verður Margrét Lára í eldlínunni með íslenska landsliðinu.
Margrét Lára lauk námi í sálfræði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

