Erlent

Vítisenglar handteknir í Danmörku

Þrír félagar í Vítisenglum í Danmörku voru handteknir í gær eftir að þeir réðust á sextán ára gamlan dreng.

Þeir slógu hann meðal annars í höfuðið með hamri og múrsteini, að því er fram kemur á vef Jótlands Póstins.

Lögregluna grunar að Vítisenglarnir hafi talið að pilturinn væri aðili í vélhjólasamtökunum Bandítum en það eru erkifjendur Vítisenglanna.

Lögreglumenn hafa hins vegar kannað málið og sjá engin tengsl milli piltsins og Bandítanna og því sé líklegast að þremenningarnir hafi gert mistök þegar þeir réðust á hann.

Frétt Jyllands Posten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×