Erlent

Ærslagangur í Rússlandsforseta

Þorgils Jónsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór í göngutúr með hundunum sínum á dögunum. Ásakanir um mannréttindabrot hafa ekki verið að plaga hann við það tilefni.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór í göngutúr með hundunum sínum á dögunum. Ásakanir um mannréttindabrot hafa ekki verið að plaga hann við það tilefni. Nordicphotos/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti liggur nú undir ámæli fyrir meint mannréttindabrot, meðal annars fyrir að þrengja enn að samkynhneigðum þar í landi og einu sjálfstæðu kosningaeftirlitsstofnuninni. Mitt í þeirri umræðu sendi skrifstofa forsetans frá sér myndir af Pútín þar sem hann gantast með hundunum sínum, Buffy og Yume.

Pútín hefur, á löngum ferli, oftsinnis birt myndir af sjálfum sér við leik og störf. Þar hefur hann meðal annars verið ber að ofan á hestbaki og við fiskveiðar, við merkingar á hvítabirni og leitt hóp fugla svífandi á svifdreka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×