Friðsöm valdaskipti í Pakistan í fyrsta sinn Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 13. maí 2013 12:00 Stuðningsmenn Nawaz Sharif fögnuðu kosningasigri Múslímabandalagsins með flugeldum í Lahore, heimaborg Sharifs.Fréttablaðið/AP Flest bendir til að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, taki við embættinu á ný í kjölfar kosningasigurs flokks hans; Múslímabandalagsins. Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Sharif myndi vinna kosningarnar en síðast þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra steypti herinn honum af stóli. Samkvæmt óformlegum niðurstöðum kosninganna var flokkur Sharifs nálægt því að fá meirihluta þingsæta í pakistanska þinginu. Hann mun því þurfa að treysta á óháða þingmenn til þess að tryggja sér meirihluta í þinginu en það er talið formsatriði. Múslímabandalagið fékk umtalsvert fleiri atkvæði en þeir flokkar sem komu á eftir honum og því er talið óumdeilt að Sharif hafi fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Hinn vinstrisinnaði Fólksflokkur Pakistan (PPP), sem stýrt hefur landinu síðustu fimm ár, tapaði miklu fylgi. Ofbeldi og hryðjuverk vörpuðu skugga á kosningabaráttuna. Fleiri en hundrað létust í árásum sem tengdust kosningunum en þrátt fyrir ofbeldið var kosningaþátttaka 60%, sem er talsvert meira en í kosningunum árið 2008 þegar hún var 44%. Á eftir Múslímabandalaginu fékk Réttlætishreyfing krikketstjörnunnar fyrrverandi Imran Khan flest atkvæði. Khan, sem leiddi lið Pakistan sem varð heimsmeistari í krikketi árið 1992, fékk mikið fylgi meðal kjósenda sem orðnir eru þreyttir á hinum hefðbundnu valdaflokkum Pakistan. Sharif, sem er 63 ára, var tvisvar forsætisráðherra Pakistan á tíunda áratug síðustu aldar og setti meðal annars af stað kjarnorkuvopnaáætlun landsins. Árið 1999 steypti herinn honum af stóli eftir að samband hans við æðstu stjórnendur hersins versnaði. Sharif fór í kjölfarið í útlegð til Sádi-Arabíu en sneri aftur til Pakistan árið 2007. Sharif hefur síðustu ár leitt stjórnarandstöðuna í Pakistan og mun nú taka við forsætisráðherraembættinu á ný við fyrstu friðsælu valdaskiptin í kjölfar lýðræðislegra kosninga frá sjálfstæði Pakistan árið 1947. Mörg stór verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar en Pakistanar glíma meðal annars við mikla verðbólgu, skelfilegt dreifikerfi raforku sem veldur reglulega myrkvunum um allt landið og vopnaða uppreisn talibana.Ofbeldi í aðdraganda kosninga Á kjördag gerðu talibanar fjölda árása á kjósendur og létust 20 hið minnsta, flestir í stórri sprengingu í hafnarborginni Karachi í suðurhluta Pakistan. Alls létust því ríflega 130 einstaklingar í sprengingum og skotárásum tengdum kosningunum en aldrei áður hafa jafn margir fallið í aðdraganda kosninga í landinu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Flest bendir til að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, taki við embættinu á ný í kjölfar kosningasigurs flokks hans; Múslímabandalagsins. Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Sharif myndi vinna kosningarnar en síðast þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra steypti herinn honum af stóli. Samkvæmt óformlegum niðurstöðum kosninganna var flokkur Sharifs nálægt því að fá meirihluta þingsæta í pakistanska þinginu. Hann mun því þurfa að treysta á óháða þingmenn til þess að tryggja sér meirihluta í þinginu en það er talið formsatriði. Múslímabandalagið fékk umtalsvert fleiri atkvæði en þeir flokkar sem komu á eftir honum og því er talið óumdeilt að Sharif hafi fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Hinn vinstrisinnaði Fólksflokkur Pakistan (PPP), sem stýrt hefur landinu síðustu fimm ár, tapaði miklu fylgi. Ofbeldi og hryðjuverk vörpuðu skugga á kosningabaráttuna. Fleiri en hundrað létust í árásum sem tengdust kosningunum en þrátt fyrir ofbeldið var kosningaþátttaka 60%, sem er talsvert meira en í kosningunum árið 2008 þegar hún var 44%. Á eftir Múslímabandalaginu fékk Réttlætishreyfing krikketstjörnunnar fyrrverandi Imran Khan flest atkvæði. Khan, sem leiddi lið Pakistan sem varð heimsmeistari í krikketi árið 1992, fékk mikið fylgi meðal kjósenda sem orðnir eru þreyttir á hinum hefðbundnu valdaflokkum Pakistan. Sharif, sem er 63 ára, var tvisvar forsætisráðherra Pakistan á tíunda áratug síðustu aldar og setti meðal annars af stað kjarnorkuvopnaáætlun landsins. Árið 1999 steypti herinn honum af stóli eftir að samband hans við æðstu stjórnendur hersins versnaði. Sharif fór í kjölfarið í útlegð til Sádi-Arabíu en sneri aftur til Pakistan árið 2007. Sharif hefur síðustu ár leitt stjórnarandstöðuna í Pakistan og mun nú taka við forsætisráðherraembættinu á ný við fyrstu friðsælu valdaskiptin í kjölfar lýðræðislegra kosninga frá sjálfstæði Pakistan árið 1947. Mörg stór verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar en Pakistanar glíma meðal annars við mikla verðbólgu, skelfilegt dreifikerfi raforku sem veldur reglulega myrkvunum um allt landið og vopnaða uppreisn talibana.Ofbeldi í aðdraganda kosninga Á kjördag gerðu talibanar fjölda árása á kjósendur og létust 20 hið minnsta, flestir í stórri sprengingu í hafnarborginni Karachi í suðurhluta Pakistan. Alls létust því ríflega 130 einstaklingar í sprengingum og skotárásum tengdum kosningunum en aldrei áður hafa jafn margir fallið í aðdraganda kosninga í landinu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira