Erlent

Rándýrt rifrildi

Jakob Bjarnar skrifar
Frænka eiginkonunnar vildi hluta hagnaðarins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Frænka eiginkonunnar vildi hluta hagnaðarins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Ekki vildi betur til en svo að fágætt teiknimyndablað rifnaði þegar tekist var á um það. Skaðann má meta á 10 milljónir króna.

Eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu fann Davíð nokkur Gonzales fágætt teiknimyndasögublað frá 1938, numer 1, í Minnesota, þar sem sjálfur Superman birtist. Blaðið var metið á 25 milljónir króna. Gonzales fann blaðið í einangrun húss sem hann hafði keypt á tæpar tvær milljónir. Blaðið var metið á 1,5 kvarða uppboðshússins, en lækkaði í 1,3, sem nemur 10 milljónum, þegar frænka eiginkonu Gonzales reif í blaðið, en hún vildi hluta í hagnaðinum.

Sjá nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×