Erlent

Gekk húsa á milli og skaut nágranna sína

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bróðir árásarmannsins var niðurbrotinn.
Bróðir árásarmannsins var niðurbrotinn. Mynd/AP
Þrettán féllu í þorpinu Velika Ivanca, skammt frá Belgrad í Serbíu, þegar byssumaður gekk þar berserksgang í dag.

Sex karlmenn, sex konur og tveggja ára gamall drengur týndu lífi í árásinni, þar á meðal móðir árásarmannsins og sonur, en hann skaut einnig sjálfan sig og eiginkonu sína og liggja þau þungt haldin á sjúkrahúsi.

Árásarmaðurinn er sagður vera Ljubisa Bogdanovic, sextugur fyrrverandi hermaður sem aldrei hefur komist í kast við lögin, en hann var vopnaður skammbyssu og gekk milli húsa nágranna sinna og skaut þá. Þá hafði hann þegar myrt son sinn. Bogdanovic var sagður vera góður granni, en hann missti vinnuna í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×