Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2013 09:30 Dreifir huganum Alex spilar FIFA og les skólabækurnar til að dreifa huganum fyrir leikinn.Fréttablaðið/Daníel KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira