Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2013 09:30 Dreifir huganum Alex spilar FIFA og les skólabækurnar til að dreifa huganum fyrir leikinn.Fréttablaðið/Daníel KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira