Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2013 09:30 Dreifir huganum Alex spilar FIFA og les skólabækurnar til að dreifa huganum fyrir leikinn.Fréttablaðið/Daníel KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira