Dropinn sem fyllti mælinn í Tyrklandi 4. júní 2013 07:00 Átök hafa geisað í flestum borgum Tyrklands síðustu fjóra daga eftir að í brýnu sló með lögreglu og mótmælendum á föstudag. Óánægja með ofríki Erdogans forsætisráðherra um árabil er talin liggja að baki mótmælaöldunni. NordicPhotos/AFP Hverju er almenningur í Tyrklandi að mótmæla? Það sem hófst sem friðsamleg mótmæli gegn áformum um uppbyggingu verslunarmiðstöðvar á Taksim-torgi, aðaltorgi Istanbúl, á kostnað grænna svæða í nágrenninu og endaði í átökum við lögreglu, hefur tendrað óánægjubál sem ekki sér fyrir endann á. Fyrst og fremst beinist reiði almennings að stjórnarháttum Receps Tayyips Erdogan forsætisráðherra. Hann hefur að margra mati hneigst í síauknum mæli í átt til alræðis og hefur mætt andstöðu og gagnrýni af mikilli hörku. Áformin við Taksim-torg, þar sem aðfinnslur almennings, og jafnvel opinberra eftirlitsaðila, hafa verið að engu hafðar, eru talin lýsandi fyrir framgöngu Erdogans. Auk þess hafa lagasetningar Erdogans að undanförnu þótt einkennast af íslömskum áherslum, sem eru mörgum Tyrkjum, sem eru þó langflestir múslímar, þvert um geð. Sem dæmi má nefna nýsamþykkt lög sem takmarka mjög sölu áfengis. Allt ofantalið, og ýmislegt fleira, hefur ýtt við grasrótarhreyfingum um land allt. Það var þó ekki fyrr en lögregla tók til þess bragðs að dreifa mannfjöldanum við Taksim-torg með táragasi og háþrýstivatnsbyssum sem óánægjan umbreyttist í reiði gegn valdhöfum og kröfur um breytingar. Nú hafa hundruð manna verið handtekin í óeirðum síðustu fjögurra daga. Erdogan sjálfur hefur brugðist ókvæða við öllu tali um alræðistilburði. Hann bendir meðal annars á að á tíu ára valdatíma sínum hafi hann í þrígang unnið stórsigra í þingkosningum. Erdogan blæs á allt tal um að arabíska vorið sé að teygja sig til Tyrklands. „Við höfum þegar átt okkar vor í Tyrklandi,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær og vísaði til þess að Tyrkland er þrátt fyrir allt lýðræðisríki sem hefur búið við stöðugleika um árabil. „En það eru öfl sem vilja breyta vorinu í vetur.“ Þar á Erdogan bæði við stjórnarandstöðuna og önnur öfl, innanlands sem utan, sem hann telur að leitist við að grafa undan sér. Ekki er gott að spá hverju mun fram vinda á næstu dögum og vikum, og hvort ófriðaröldurnar komi til með að lægja, en andstöðuöflin hafa verið virkjuð og munu eflaust láta í sér heyra í framtíðinni. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Hverju er almenningur í Tyrklandi að mótmæla? Það sem hófst sem friðsamleg mótmæli gegn áformum um uppbyggingu verslunarmiðstöðvar á Taksim-torgi, aðaltorgi Istanbúl, á kostnað grænna svæða í nágrenninu og endaði í átökum við lögreglu, hefur tendrað óánægjubál sem ekki sér fyrir endann á. Fyrst og fremst beinist reiði almennings að stjórnarháttum Receps Tayyips Erdogan forsætisráðherra. Hann hefur að margra mati hneigst í síauknum mæli í átt til alræðis og hefur mætt andstöðu og gagnrýni af mikilli hörku. Áformin við Taksim-torg, þar sem aðfinnslur almennings, og jafnvel opinberra eftirlitsaðila, hafa verið að engu hafðar, eru talin lýsandi fyrir framgöngu Erdogans. Auk þess hafa lagasetningar Erdogans að undanförnu þótt einkennast af íslömskum áherslum, sem eru mörgum Tyrkjum, sem eru þó langflestir múslímar, þvert um geð. Sem dæmi má nefna nýsamþykkt lög sem takmarka mjög sölu áfengis. Allt ofantalið, og ýmislegt fleira, hefur ýtt við grasrótarhreyfingum um land allt. Það var þó ekki fyrr en lögregla tók til þess bragðs að dreifa mannfjöldanum við Taksim-torg með táragasi og háþrýstivatnsbyssum sem óánægjan umbreyttist í reiði gegn valdhöfum og kröfur um breytingar. Nú hafa hundruð manna verið handtekin í óeirðum síðustu fjögurra daga. Erdogan sjálfur hefur brugðist ókvæða við öllu tali um alræðistilburði. Hann bendir meðal annars á að á tíu ára valdatíma sínum hafi hann í þrígang unnið stórsigra í þingkosningum. Erdogan blæs á allt tal um að arabíska vorið sé að teygja sig til Tyrklands. „Við höfum þegar átt okkar vor í Tyrklandi,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær og vísaði til þess að Tyrkland er þrátt fyrir allt lýðræðisríki sem hefur búið við stöðugleika um árabil. „En það eru öfl sem vilja breyta vorinu í vetur.“ Þar á Erdogan bæði við stjórnarandstöðuna og önnur öfl, innanlands sem utan, sem hann telur að leitist við að grafa undan sér. Ekki er gott að spá hverju mun fram vinda á næstu dögum og vikum, og hvort ófriðaröldurnar komi til með að lægja, en andstöðuöflin hafa verið virkjuð og munu eflaust láta í sér heyra í framtíðinni.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira