Erlent

Lögregla skoðar árás tígrisdýrs

Birgir Þór Harðarson skrifar
Hættuleg rándýr Súmötrutígrar eru fágæt tegund tígrisdýra í útrýmingarhættu.
Hættuleg rándýr Súmötrutígrar eru fágæt tegund tígrisdýra í útrýmingarhættu. Nordicphotos/AFP

Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú hvað varð til þess að súmötrutígur réðst á og drap 24 ára gamla konu, Söruh McClay, sem sinnti dýrinu í dýragarði í norðanverðu Englandi. Hún lést á sjúkrahúsi af sárum sínum á laugardag.

Forsvarsmenn dýragarðsins segja McClay hafa brotið strangar öryggisreglur með fyrrgreindum afleiðingum en rannsókn lögreglu virðist leiða annað í ljós. Lögreglan segir ljóst að tígrisdýrið hafi sloppið úr búri sínu og ráðist á McClay í starfsmannarými í dýragarðinum. Nú er kannað hvernig dýrið slapp úr búri sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×