Barist um farseðilinn til Svíþjóðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2013 08:30 Sandra María, Glódís Perla og Elín Metta verða að óbreyttu í lykilhlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu næsta áratuginn og gott betur. Fréttablaðið/Daníel Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu hefst þann 10. júlí í Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson glímir við þann hausverk næstu vikurnar að móta 23 manna landsliðshóp sinn. Stærstur hluti hópsins verður sjálfskipaður atvinnumönnum erlendis en nokkrir efnilegir leikmenn í Pepsi-deild kvenna berjast um laus sæti í hópnum. Íslenska landsliðið leikur í annað sinn á meðal tólf bestu þjóða Evrópu eftir frumraun sína í Finnlandi árið 2009. Þá töpuðust allir leikir liðsins. Ísland hafnaði í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni en lagði Úkraínu að velli í umspili um laust sæti í lokakeppninni í Svíþjóð. Íslensku stelpurnar eru í B-riðli ásamt Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Þjóðverjar eru fyrir fram taldir sterkasta þjóðin enda sjöfaldir Evrópumeistarar, í öðru sæti heimslistans og hafa lyft bikarnum á síðustu fimm Evrópumótum. Ísland og Noregur voru saman í riðli í undankeppninni og unnu þjóðirnar sinn leikinn hvor. Holland er einu sæti fyrir ofan Ísland á listanum. Ísland spilar leiki sína í Kalmar og Växjö og er fyrsti leikurinn gegn Norðmönnum í Kalmar þann 11. júlí.Í úttektinni var miðað við unga leikmenn á Íslandi sem hafa spilað færri en tíu A-landsleiki.Elín Metta Jensen.Elín Metta Jensen Fæðingarár: 1995 Lið: Valur Staða Framherji Leikir í efstu deild: 27 A-landsleikir: 4Skemmtileg staðreynd: Elín Metta hefur skorað 24 mörk í 27 leikjum í efstu deild eða næstum því mark að meðaltali í leik. Hún skoraði 17 mörk í 14 leikjum með U17 ára landsliði Íslands. Hún varð yngsti leikmaður frá upphafi til að hljóta gullskóinn í efstu deild kvenna sumarið 2012.Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals: „Hún er markaskorari af guðs náð, þefar uppi færin og nýtir þau mjög vel. Hún er góð með boltann og nær að halda hraða með boltann á tánum. Hún á auðvelt með að gera hluti á eigin spýtur, hefur að vissu leyti leyfi til þess en verður enn betri þegar hún lærir að nýta samherjana betur. Það er rosalega gaman að vinna með henni því hún vill læra og tekur leiðsögn mjög vel.“Glódís Perla ViggósdóttirGlódís Perla Viggósdóttir Fæðingarár: 1995 Lið: Stjarnan Staða: Miðvörður Leikir í efstu deild: 17 A-landsleikir: 7Skemmtileg staðreynd: Glódís Perla var nýorðin 14 ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik af 24 leikjum með U17 liði Íslands. Hún er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Hefur spilað fyrir Íslands hönd í Danmörku, Færeyjum, Póllandi, Finnlandi, Sviss, Austurríki, Belgíu, Hollandi, Spáni, Skotlandi og Svíþjóð.Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar: „Leikskilningurinn er hennar besti kostur og svo er enginn í deildinni með betri ristarspyrnur langt fram völlinn. Hún er góður stjórnandi og talar vel við samherja sína. Hún hefur þroskast mikið andlega á einu ári, hefur bætt sig mikið sem varnarmaður og er nú þegar orðin mun betri leikmaður en í fyrra.“Guðmunda Brynja ÓladóttirGuðmunda Brynja Óladóttir Fæðingarár: 1994 Lið: Selfoss Staða: Framherji Leikir í efstu deild: 18 A-landsleikir: 0Skemmtileg staðreynd: Guðmunda Brynja er fyrsti leikmaðurinn sem valinn er í A-landsliðshóp Íslands sem leikmaður Selfoss. Hún fór fyrir liði Selfoss sem tryggði sér sæti í efstu deild sumarið 2011 þrátt fyrir að vera ýmist veik eða meidd allt tímabilið. Guðmunda spilaði sem markvörður í yngstu flokkum.Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss: „Hún hefur gríðarlegan viljastyrk og mikinn metnað. Hún er dugleg að æfa, tekur leiðsögn gríðarlega vel og hefur þroskast mikið sem leikmaður. Hún er með svakalegan sprengikraft, ekki bara á fyrstu metrum heldur rífur sig áfram í hverju skrefi. Hún er rosalega fljót, með mikið markanef og er óhrædd að láta vaða á markið og keyra á varnarmennina.“Elísa ViðarsdóttirElísa Viðarsdóttir Fæðingarár: 1991 Lið: ÍBV Staða: Hægri bakvörður Leikir í efstu deild: 37 A-landsleikir: 8Skemmtileg staðreynd: Draumur Elísu var að spila A-landsleik með systur sinni Margréti Láru. Þær voru í fyrsta skipti saman í byrjunarliði landsliðsins í 1-0 sigri á Kína á Algarve-mótinu í mars 2012.Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV: „Hún hefur mikla hlaupagetu, mikinn hraða og er mjög sterk í stöðunni einn gegn einum í vörninni. Hún er mjög sterk andlega og í algjöru toppformi. Hún er nánast jafnvíg á báða fætur og með góða skallatækni. Hún tekst mjög vel á við mótlæti og er mikill karakter. Hún fékk ekki knattspyrnuhæfileikann í vöggugjöf. Það er metnaður hennar og vilji sem hefur komið henni svona langt.“Sandra María JessenSandra María Jessen Fæðingarár: 1995 Lið: Þór/KA Staða: Vinstri kantur Leikir í efstu deild: 33 A-landsleikir: 6Skemmtileg staðreynd: Sandra hefur verið sjóðheit í treyju A-landsliðsins og skorað þrjú mörk í sex leikjum. Hún skoraði með sinni fyrstu snertingu í A-landsleik gegn Ungverjalandi eftir að hafa verið inni á vellinum í þrjár mínútur. Bróðir Söndru hefur getið sér gott orð sem aðstoðardómari hér á landi.Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA: „Hún hefur ofboðslega mikinn vilja til þess að ná lengra, hlustar vel og er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Hún er með skemmtilega blöndu af því að vera nánast jafnfætt og eldfljót. Hún er dugleg að koma sér í færi og er með mikið markanef. Hennar hraði og sprengikraftur hentar mjög vel á vinstri kantinum.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu hefst þann 10. júlí í Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson glímir við þann hausverk næstu vikurnar að móta 23 manna landsliðshóp sinn. Stærstur hluti hópsins verður sjálfskipaður atvinnumönnum erlendis en nokkrir efnilegir leikmenn í Pepsi-deild kvenna berjast um laus sæti í hópnum. Íslenska landsliðið leikur í annað sinn á meðal tólf bestu þjóða Evrópu eftir frumraun sína í Finnlandi árið 2009. Þá töpuðust allir leikir liðsins. Ísland hafnaði í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni en lagði Úkraínu að velli í umspili um laust sæti í lokakeppninni í Svíþjóð. Íslensku stelpurnar eru í B-riðli ásamt Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Þjóðverjar eru fyrir fram taldir sterkasta þjóðin enda sjöfaldir Evrópumeistarar, í öðru sæti heimslistans og hafa lyft bikarnum á síðustu fimm Evrópumótum. Ísland og Noregur voru saman í riðli í undankeppninni og unnu þjóðirnar sinn leikinn hvor. Holland er einu sæti fyrir ofan Ísland á listanum. Ísland spilar leiki sína í Kalmar og Växjö og er fyrsti leikurinn gegn Norðmönnum í Kalmar þann 11. júlí.Í úttektinni var miðað við unga leikmenn á Íslandi sem hafa spilað færri en tíu A-landsleiki.Elín Metta Jensen.Elín Metta Jensen Fæðingarár: 1995 Lið: Valur Staða Framherji Leikir í efstu deild: 27 A-landsleikir: 4Skemmtileg staðreynd: Elín Metta hefur skorað 24 mörk í 27 leikjum í efstu deild eða næstum því mark að meðaltali í leik. Hún skoraði 17 mörk í 14 leikjum með U17 ára landsliði Íslands. Hún varð yngsti leikmaður frá upphafi til að hljóta gullskóinn í efstu deild kvenna sumarið 2012.Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals: „Hún er markaskorari af guðs náð, þefar uppi færin og nýtir þau mjög vel. Hún er góð með boltann og nær að halda hraða með boltann á tánum. Hún á auðvelt með að gera hluti á eigin spýtur, hefur að vissu leyti leyfi til þess en verður enn betri þegar hún lærir að nýta samherjana betur. Það er rosalega gaman að vinna með henni því hún vill læra og tekur leiðsögn mjög vel.“Glódís Perla ViggósdóttirGlódís Perla Viggósdóttir Fæðingarár: 1995 Lið: Stjarnan Staða: Miðvörður Leikir í efstu deild: 17 A-landsleikir: 7Skemmtileg staðreynd: Glódís Perla var nýorðin 14 ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik af 24 leikjum með U17 liði Íslands. Hún er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Hefur spilað fyrir Íslands hönd í Danmörku, Færeyjum, Póllandi, Finnlandi, Sviss, Austurríki, Belgíu, Hollandi, Spáni, Skotlandi og Svíþjóð.Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar: „Leikskilningurinn er hennar besti kostur og svo er enginn í deildinni með betri ristarspyrnur langt fram völlinn. Hún er góður stjórnandi og talar vel við samherja sína. Hún hefur þroskast mikið andlega á einu ári, hefur bætt sig mikið sem varnarmaður og er nú þegar orðin mun betri leikmaður en í fyrra.“Guðmunda Brynja ÓladóttirGuðmunda Brynja Óladóttir Fæðingarár: 1994 Lið: Selfoss Staða: Framherji Leikir í efstu deild: 18 A-landsleikir: 0Skemmtileg staðreynd: Guðmunda Brynja er fyrsti leikmaðurinn sem valinn er í A-landsliðshóp Íslands sem leikmaður Selfoss. Hún fór fyrir liði Selfoss sem tryggði sér sæti í efstu deild sumarið 2011 þrátt fyrir að vera ýmist veik eða meidd allt tímabilið. Guðmunda spilaði sem markvörður í yngstu flokkum.Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss: „Hún hefur gríðarlegan viljastyrk og mikinn metnað. Hún er dugleg að æfa, tekur leiðsögn gríðarlega vel og hefur þroskast mikið sem leikmaður. Hún er með svakalegan sprengikraft, ekki bara á fyrstu metrum heldur rífur sig áfram í hverju skrefi. Hún er rosalega fljót, með mikið markanef og er óhrædd að láta vaða á markið og keyra á varnarmennina.“Elísa ViðarsdóttirElísa Viðarsdóttir Fæðingarár: 1991 Lið: ÍBV Staða: Hægri bakvörður Leikir í efstu deild: 37 A-landsleikir: 8Skemmtileg staðreynd: Draumur Elísu var að spila A-landsleik með systur sinni Margréti Láru. Þær voru í fyrsta skipti saman í byrjunarliði landsliðsins í 1-0 sigri á Kína á Algarve-mótinu í mars 2012.Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV: „Hún hefur mikla hlaupagetu, mikinn hraða og er mjög sterk í stöðunni einn gegn einum í vörninni. Hún er mjög sterk andlega og í algjöru toppformi. Hún er nánast jafnvíg á báða fætur og með góða skallatækni. Hún tekst mjög vel á við mótlæti og er mikill karakter. Hún fékk ekki knattspyrnuhæfileikann í vöggugjöf. Það er metnaður hennar og vilji sem hefur komið henni svona langt.“Sandra María JessenSandra María Jessen Fæðingarár: 1995 Lið: Þór/KA Staða: Vinstri kantur Leikir í efstu deild: 33 A-landsleikir: 6Skemmtileg staðreynd: Sandra hefur verið sjóðheit í treyju A-landsliðsins og skorað þrjú mörk í sex leikjum. Hún skoraði með sinni fyrstu snertingu í A-landsleik gegn Ungverjalandi eftir að hafa verið inni á vellinum í þrjár mínútur. Bróðir Söndru hefur getið sér gott orð sem aðstoðardómari hér á landi.Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA: „Hún hefur ofboðslega mikinn vilja til þess að ná lengra, hlustar vel og er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Hún er með skemmtilega blöndu af því að vera nánast jafnfætt og eldfljót. Hún er dugleg að koma sér í færi og er með mikið markanef. Hennar hraði og sprengikraftur hentar mjög vel á vinstri kantinum.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira