Erlent

Hyggst kljúfa klíkurnar niður

Þorgils Jónsson skrifar
Nú standa fyrir dyrum beinar aðgerðir til að leysa upp glæpaklíkur í Kaupmannahöfn. Fyrst verður lagt til atlögu við klíkuna LTF.
Nú standa fyrir dyrum beinar aðgerðir til að leysa upp glæpaklíkur í Kaupmannahöfn. Fyrst verður lagt til atlögu við klíkuna LTF.
Lögregla og borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hyggjast leggja beint til atlögu við stóru glæpaklíkurnar sem hafa staðið fyrir ofbeldisverkum í borginni síðan í janúar. DR segir frá þessu.

Markmiðið er að einbeita sér að einni klíku í einu og kljúfa niður; handtaka brotamenn og bjóða öðrum meðlimum leið út úr glæpalíferninu.

Fyrsta klíkan sem einblínt verður á er LTF, Loyal to Familia, sem hefur verið verið fyrirferðarmikil að undanförnu og er talin standa á bak við tvö morð í borginni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×