Erlent

Rúta fór fram af brú í Belgíu

Í fyrstu var ekki ljóst hvernig slysið bar að en engin bremsuför fundust á brúnni þar sem rútan fór út af. nordicphotos/afp
Í fyrstu var ekki ljóst hvernig slysið bar að en engin bremsuför fundust á brúnni þar sem rútan fór út af. nordicphotos/afp
Rútu sem flutti ungmenni frá Rússlandi var ekið fram af brú í Antwerpen í Belgíu í gær með þeim afleiðingum að fimm létust og tólf slösuðust, þar af fimm alvarlega. Engin tilraun virðist hafa verið gerð til þess að stöðva rútuna áður en hún fór fram af brúnni og er því talið að bílstjórinn hafi sofnað undir stýri.

Þeir sem létust voru bílstjórinn, fullorðinn leiðsögumaður og þrjú ungmenni. Um borð voru 42 manns, mest ungmenni sem ferðuðust með rútunni frá Volgograd í Rússlandi á leið til Parísar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×