Erlent

Meirihluti vill flug án áfengis

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íslenskir flugfarþegar þekkja afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu eins og margir aðrir. Stundum þarf hreinlega að fjötra hina drukknu niður í slíkum tilvikum.
Íslenskir flugfarþegar þekkja afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu eins og margir aðrir. Stundum þarf hreinlega að fjötra hina drukknu niður í slíkum tilvikum.
Alls vilja 63 prósent ferðamanna að hætt verði að selja áfengi um borð í flugvélum. Þetta eru niðurstöður könnunar Skyscanner sem tók til sex þúsund ferðamanna í Evrópu.

Samkvæmt frétt á vef Jótlandspóstsins segjast 43 prósent vera þeirrar skoðunar að drukknir farþegar eyðileggi ferðina. Aðeins sextán prósent segjast fá sér drykk um borð.

Haft er eftir Mariu Paulsen hjá Skyscanner að fleiri kjósi að fljúga með lágfargjaldaflugfélögum í kjölfar kreppunnar. Þau taki sérstakt gjald fyrir að veita áfengi um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×