Erlent

Gerðu húsleit hjá Amnesty

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Sergei Nikítín, yfirmaður Amnesty International í Rússlandi, ræðir við fjölmiðla eftir leit saksóknara og skattayfirvalda á skrifstofum samtakanna í gær.Fréttablaðið/AP
Sergei Nikítín, yfirmaður Amnesty International í Rússlandi, ræðir við fjölmiðla eftir leit saksóknara og skattayfirvalda á skrifstofum samtakanna í gær.Fréttablaðið/AP
Saksóknarar og skattayfirvöld í Moskvu gerðu í gær húsleit á skrifstofum Amnesty International og fleiri mannréttindasamtaka.

Samtökin segjast hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi og telja hann lið í herferð Vladimírs Pútín forseta gegn gagnrýnisröddum.

Sergei Nikitin, formaður Amnesty í Rússlandi, segir að við leitina hafi samtökin verið krafin um skjöl, sem eiga að vera í fórum hins opinbera hvort eð er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×