Erlent

Rútuslys í Indlandi kostaði 32 manns lífið

Rútuslys í Indlandi kostaði 32 manns lífið og 13 slasaða í gærdag.

Rútan var á leið frá Góa til Mumbai þegar rútubílstjórinn missti stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að rútan keyrði út af brú og lenti á hvolfi í þurrum árfarveginum um 7 metrum fyrir neðan brúna.

Í fyrstu fréttum af slysinu segir að erlendir ferðamenn hafi verið um borð í rútunni en það hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglunni.

Bílslys eru mjög algeng í Indlandi en þar léstust um 110.000 manns í slíkum slysum árið 2011 eða meira en 300 á dag að jafnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×