Erlent

Kælikerfin í kjarnorkuverinu í Fukushima eru óvirk

Kælikerfin í þremur af fjórum kjarnakljúfum í kjarnorkuverinu í Fukushima eru óvirk eftir að rafmagnsbilun sló þau út í gærkvöldi.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að engin bráðahætta sé til staðar í augnablikinu því það muni taka fjóra daga fyrir hitann af notuðum úranstöngum sem eru í kælikerfunum að ná hættulegum mörkum. Unnið er að því hörðum höndum að koma rafmagninu á að nýju.

Eitt af verri kjarnorkuslysum í sögunni varð í Fukushima í mars árið 2011 þegar jarðskjálfti og flóðbylgja í kjölfarið lögðu kælikerfi kjarnorkuversins í rúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×