Tveimur leikjum af þremur í Pepsi-deild kvenna í kvöld er lokið. Íslandsmeistarar Þór/KA og Valur unnu góða sigra.
Þór/KA lagði lið HK/Víkings, 3-1, fyrir norðan. Sandra María Jessen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Kayla Grimsley komst einnig á blað. Rachel Marie Wood skoraði mark gestanna.
Valur vann flottan sigur, 1-2, á ÍBV í Vestmannaeyjum. Rakel Logadóttir kom Val yfir á 13. mínútu en Bryndís Hrönn Kristinsdóttir jafnaði átta mínútum fyrir leikslok.
Það dugði ekki til því Valsstúlkur skoruðu sigurmark leiksins aðeins tveim mínútum síðar.
Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
