Norður-Kórea bætir í kjarnorkuhótanir Þorgils Jónsson skrifar 5. apríl 2013 12:00 Eftir yfirlýsingar yfirvalda í Norður-Kóreu síðustu vikur eykst spennan á Kóreuskaga sífellt. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður beitt svipuðum meðulum til að fá fjárhagsaðstoð og annað. Flest bendir til þess að hið sama sé uppi á teningnum nú.Er stríð yfirvofandi á Kóreuskaga? Spenna á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu daga og vikur eftir yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Óvíst er þó hvort stríðsátök muni hefjast að nýju á Kóreuskaga, en Kim Jong-Un, hinn ungi einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hótað því að beita hervaldi gegn Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Síðasta útspilið hjá stjórnvöldum í Pjongjang var að flytja meðaldrægar eldflaugar að austurströnd landsins þar sem Japan og Suður-Kórea eru innan færis. Þar áður hafði Norður-Kórea meðal annars lokað tímabundið á aðgang suður-kóreskra starfsmanna að sameiginlegu iðnaðarsvæði ríkjanna í Kaesong og á þriðjudag boðuðu stjórnvöld í Pjongjang að kjarnorkuverinu í Yongbyon, sem var lokað í fyrra, yrði tekið aftur í notkun á næstu mánuðum. Þessi aukna átakafýsn Kims er að mestu rakin til refsiaðgerða vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu og heræfinga Bandaríkjanna með Suður-Kóreu um þessar mundir. Auk þess hafa tilraunir með ný vopn tekist ágætlega að síðustu og þá telja margir að Kim Jong-Un sé með þessu að festa sig í sessi sem sterkur leiðtoga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Pjongjang láta blika á sverð sín. Kim Jong-Il, faðir núverandi foringja, stundaði það reglulega að láta mikinn, til að knýja fram alþjóðlega fjárhagsaðstoð og losna undan viðskiptaþvingunum. Flestir eru á því að um svipað upphlaup sé að ræða að þessu sinni, enda bendir flest til þess að þrátt fyrir að nýjustu eldflaugar Norður-Kóreu dragi um mestalla Suðaustur-Asíu hafi herinn ekki tæknilega burði til að skjóta kjarorkueldflaugum um langa vegalengd. Bandaríkjamenn hafa þó eflt eldflaugavarnir á stöðvum sínum í Kyrrahafi og undan ströndum Kóreu. Nágrannar þeirra í suðri og Japanar eru hins vegar í meiri hættu ef til árásar kæmi og mannfall gæti orðið mikið. Kim Kwan-jin, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að fátt benti til þess, sem stendur, að Norðanmenn hygðu á hernað. Þá hafði Guardian eftir Shin Jong-dae, prófessor frá Seúl og sérfræðingi í málefnum Norður Kóreu að yfirlýsingarnar að þessu sinni væru af sama meiði og áður. „Það er enn afar ólíklegt að stríð brjótist út, þó að ef til vill gæti komið til minniháttar átaka. En stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja umfram allt forðast það að missa stjórn á ástandinu." Mesta hættan að þessu sinni er talin sú að yfirlýsingar og reynsluleysi Kim Jong-Un verði til þess að deilurnar gangi svo langt að ekki verði aftur snúið og stríð brjótist út. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Eftir yfirlýsingar yfirvalda í Norður-Kóreu síðustu vikur eykst spennan á Kóreuskaga sífellt. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður beitt svipuðum meðulum til að fá fjárhagsaðstoð og annað. Flest bendir til þess að hið sama sé uppi á teningnum nú.Er stríð yfirvofandi á Kóreuskaga? Spenna á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu daga og vikur eftir yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Óvíst er þó hvort stríðsátök muni hefjast að nýju á Kóreuskaga, en Kim Jong-Un, hinn ungi einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hótað því að beita hervaldi gegn Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Síðasta útspilið hjá stjórnvöldum í Pjongjang var að flytja meðaldrægar eldflaugar að austurströnd landsins þar sem Japan og Suður-Kórea eru innan færis. Þar áður hafði Norður-Kórea meðal annars lokað tímabundið á aðgang suður-kóreskra starfsmanna að sameiginlegu iðnaðarsvæði ríkjanna í Kaesong og á þriðjudag boðuðu stjórnvöld í Pjongjang að kjarnorkuverinu í Yongbyon, sem var lokað í fyrra, yrði tekið aftur í notkun á næstu mánuðum. Þessi aukna átakafýsn Kims er að mestu rakin til refsiaðgerða vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu og heræfinga Bandaríkjanna með Suður-Kóreu um þessar mundir. Auk þess hafa tilraunir með ný vopn tekist ágætlega að síðustu og þá telja margir að Kim Jong-Un sé með þessu að festa sig í sessi sem sterkur leiðtoga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Pjongjang láta blika á sverð sín. Kim Jong-Il, faðir núverandi foringja, stundaði það reglulega að láta mikinn, til að knýja fram alþjóðlega fjárhagsaðstoð og losna undan viðskiptaþvingunum. Flestir eru á því að um svipað upphlaup sé að ræða að þessu sinni, enda bendir flest til þess að þrátt fyrir að nýjustu eldflaugar Norður-Kóreu dragi um mestalla Suðaustur-Asíu hafi herinn ekki tæknilega burði til að skjóta kjarorkueldflaugum um langa vegalengd. Bandaríkjamenn hafa þó eflt eldflaugavarnir á stöðvum sínum í Kyrrahafi og undan ströndum Kóreu. Nágrannar þeirra í suðri og Japanar eru hins vegar í meiri hættu ef til árásar kæmi og mannfall gæti orðið mikið. Kim Kwan-jin, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að fátt benti til þess, sem stendur, að Norðanmenn hygðu á hernað. Þá hafði Guardian eftir Shin Jong-dae, prófessor frá Seúl og sérfræðingi í málefnum Norður Kóreu að yfirlýsingarnar að þessu sinni væru af sama meiði og áður. „Það er enn afar ólíklegt að stríð brjótist út, þó að ef til vill gæti komið til minniháttar átaka. En stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja umfram allt forðast það að missa stjórn á ástandinu." Mesta hættan að þessu sinni er talin sú að yfirlýsingar og reynsluleysi Kim Jong-Un verði til þess að deilurnar gangi svo langt að ekki verði aftur snúið og stríð brjótist út.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira