Oscar Pistorius, suður-afríski spretthlauparinn, sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína í febrúar síðastliðnum, er ekki farinn að æfa aftur, hefur bandaríska fréttastofan CNN eftir frænda hans.
Pistorius var látinn laus gegn tryggingu í febrúar og í síðasta mánuði aflétti dómari farbanni yfir honum. Frændinn segir að Oscar sé enn miður sín eftir atvikið á heimili sínu og hann sé ekki að hugsa um að mæta aftur á hlaupabrautina - að minnsta kosti ekki meðan dómstólar fjalla um mál hans.
Aðalmeðferð hefst í júní - en Oscar segir að hann hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur.
Heldur sig frá hlaupabrautinni
