Erlent

Óður jarðarberjabóndi skaut starfsmenn sína

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Slæmur aðbúnaður vinnufólks á svæðinu hefur margsinnis verið gagnrýndur.
Slæmur aðbúnaður vinnufólks á svæðinu hefur margsinnis verið gagnrýndur. Mynd/AFP
Um þrjátíu farandverkamenn, flestir frá Bangladess, særðust í dag þegar yfirmaður þeirra skaut þá.

Atvikið átti sér stað á jarðarberjabúgarði í gríska þorpinu Nea Manolada, og þótti yfirmönnum búgarðsins að sér þjarmað þegar um tvöhundruð verkamenn komu til þess að rukka þá um ógreidd laun.

Einn þeirra brá því á það ráð að skjóta á mennina og voru nokkrir þeirra fluttir á sjúkrahús í kjölfarið. Enginn er þó alvarlega slasaður.

Tveir yfirmenn hafa þegar verið handteknir vegna málsins, auk þess sem handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur tveggja til viðbótar.

Slæmur aðbúnaður vinnufólks á svæðinu hefur margsinnis verið gagnrýndur og hefur meðal annars internetherferð verið hrint af stað, sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki jarðarber af svæðinu. Eru þau kölluð „blóðjarðarber“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×