Pistill: Þess vegna eru þeir strákarnir okkar Daði Rafnsson skrifar 11. október 2013 10:39 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AP Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann á endalausar séræfingar og pabba sem hvatti þá til að fara út og hlaða í einn magnaðasta skotfót Íslandssögunnar. Þeir keyrðu á æfingar í Kópavogi til að geta æft inni yfir veturinn með góðu liði og fylgdu honum úr hlaði hjá Reading. Á bak við Gylfa Sigurðsson er fjöldi fólks í FH, Breiðabliki og Reading ásamt kröftugri fjölskyldu sem fylgdi honum úr hlaði. Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og flestir aðrir sem klæðast landsliðstreyjunni í kvöld komust á toppinn vegna eigin dugnaðar og þrautsegju, og fjölskyldu og samfélags sem styður gríðarlega vel við knattspyrnu. Við erum ekki að greiða fyrir einn – heldur hundrað Þess vegna leggja UEFA og FIFA áherslu á að uppeldisbætur séu hluti af söluverði leikmanna. Á námskeiðum sínum um félagsskiptasamninga segja þeir að ekki sé verið að greiða fyrir einn leikmann, heldur þá hundrað sem þurfti til að koma honum til manns. Án grasrótarfótbolta eru ekki efnileg börn sem verða að athyglisverðum unglingum sem enda sem atvinnumenn.Ásgeir Sigurvinsson og Diego Maradona.Nordicphotos/GettyÞað er gaman að segja sögur af ofurmennum. Af fólki sem meikaði það þrátt fyrir umhverfið sitt. Sumir jafnvel trúa því sjálfir að þeir hafi komist á toppinn af sjálfsdáðum. Þeir sem ná alla leið í bláu treyjuna hafa svo sannarlega eiginleika sem gera þeim kleift að nýta sína hæfileika til fulls. Þú munt sjaldan hitta fólk sem er jafn einbeitt í að ná árangri í sinni grein eins og Gylfi Sigurðsson er í að ná árangri í knattspyrnu. Þegar Ásgeir Sigurvinsson náði alla leið á toppinn frá Vestmannaeyjum 7.-8. áratugarins má með sanni segja að hann hafi komist langt þrátt fyrir aðstæður. En í dag er öldin önnur. Landslið fullt af ungum íslenskum drengjum sem þora að skora þá bestu á hólm bera vitni um aðstæður sem hvetja til árangurs; -Stuðningur foreldra og fjölskyldu. -Hvatning og leiðbeining frá fjölda þjálfara. -Brýning af hendi ótal liðsfélaga. -Mótherjar sem ögra manni og reyna á mann. -Stjórnarmenn sem gefa mikla vinnu til að halda félaginu sínu gangandi. -Skattgreiðendur sem tryggja öruggt samfélag til að alast upp í og byggja gervigrasið, sparkvellina og knatthallirnar. -Sjálfboðaliðar sem þvoðu búninga, héldu fjáraflanir, söfnuðu pening og héldu mót. -Dómarar sem mættu í leiki. -Fjölmiðlamenn sem fjalla um íþróttina. -Vallarstarfsmenn sem slá grasið og starfsmenn sem halda íþróttahúsum gangandi. Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.Daði Rafnsson er yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu. Hann skrifar pistla á bloggsíðu sína dadirafnsson.com HM 2014 í Brasilíu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann á endalausar séræfingar og pabba sem hvatti þá til að fara út og hlaða í einn magnaðasta skotfót Íslandssögunnar. Þeir keyrðu á æfingar í Kópavogi til að geta æft inni yfir veturinn með góðu liði og fylgdu honum úr hlaði hjá Reading. Á bak við Gylfa Sigurðsson er fjöldi fólks í FH, Breiðabliki og Reading ásamt kröftugri fjölskyldu sem fylgdi honum úr hlaði. Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og flestir aðrir sem klæðast landsliðstreyjunni í kvöld komust á toppinn vegna eigin dugnaðar og þrautsegju, og fjölskyldu og samfélags sem styður gríðarlega vel við knattspyrnu. Við erum ekki að greiða fyrir einn – heldur hundrað Þess vegna leggja UEFA og FIFA áherslu á að uppeldisbætur séu hluti af söluverði leikmanna. Á námskeiðum sínum um félagsskiptasamninga segja þeir að ekki sé verið að greiða fyrir einn leikmann, heldur þá hundrað sem þurfti til að koma honum til manns. Án grasrótarfótbolta eru ekki efnileg börn sem verða að athyglisverðum unglingum sem enda sem atvinnumenn.Ásgeir Sigurvinsson og Diego Maradona.Nordicphotos/GettyÞað er gaman að segja sögur af ofurmennum. Af fólki sem meikaði það þrátt fyrir umhverfið sitt. Sumir jafnvel trúa því sjálfir að þeir hafi komist á toppinn af sjálfsdáðum. Þeir sem ná alla leið í bláu treyjuna hafa svo sannarlega eiginleika sem gera þeim kleift að nýta sína hæfileika til fulls. Þú munt sjaldan hitta fólk sem er jafn einbeitt í að ná árangri í sinni grein eins og Gylfi Sigurðsson er í að ná árangri í knattspyrnu. Þegar Ásgeir Sigurvinsson náði alla leið á toppinn frá Vestmannaeyjum 7.-8. áratugarins má með sanni segja að hann hafi komist langt þrátt fyrir aðstæður. En í dag er öldin önnur. Landslið fullt af ungum íslenskum drengjum sem þora að skora þá bestu á hólm bera vitni um aðstæður sem hvetja til árangurs; -Stuðningur foreldra og fjölskyldu. -Hvatning og leiðbeining frá fjölda þjálfara. -Brýning af hendi ótal liðsfélaga. -Mótherjar sem ögra manni og reyna á mann. -Stjórnarmenn sem gefa mikla vinnu til að halda félaginu sínu gangandi. -Skattgreiðendur sem tryggja öruggt samfélag til að alast upp í og byggja gervigrasið, sparkvellina og knatthallirnar. -Sjálfboðaliðar sem þvoðu búninga, héldu fjáraflanir, söfnuðu pening og héldu mót. -Dómarar sem mættu í leiki. -Fjölmiðlamenn sem fjalla um íþróttina. -Vallarstarfsmenn sem slá grasið og starfsmenn sem halda íþróttahúsum gangandi. Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.Daði Rafnsson er yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu. Hann skrifar pistla á bloggsíðu sína dadirafnsson.com
HM 2014 í Brasilíu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira