Erlent

Styður hjónabönd samkynhneigðra eftir opinberun sonarins

Rob Portman
Rob Portman Nordicphotos/AFP
Rob Portman, þingmaður repúblikana, hefur breytt um skoðun í afstöðu sinni til hjónabanda samkynhneigðra. Ástæðuna má rekja til þess að sonur hans kom út úr skápnum.

Þingmaðurinn frá Ohio hefur upplýst þetta í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs. Segir hann að hugarfarsbreytingin eigi rætur að rekja til ársins 2011 þegar sonur hans hóf háksólanám við Yale. Þá tilkynnti hann foreldrum sínum að hann væri samkynhneigður.

Árið 1996 studdi Portman lagafrumvarp þess efnis að hjónaband væri aðeins ætlað karli og konu. Portman segist meðal annars hafa leitað ráða hjá Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, en dóttir hans er samkynhneigð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×