Erlent

Mandela braggast

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leikskólabörn í Suður Afríku fögnuðu í tilefni af 94 ára afmæli Mandela í fyrra.
Leikskólabörn í Suður Afríku fögnuðu í tilefni af 94 ára afmæli Mandela í fyrra. Mynd/Getty
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, er allur að braggast eftir að hafa verið lagður inn á spítala á miðvikudag vegna þrálátrar sýkingar í lungum. Þetta segir í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Mandela, sem er 94 ára gamall, sé í góðu skapi og borði vel, en þetta er í annað skipti í þessum mánuði sem hann er lagður inn á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×