Erlent

Tvö ný tilfelli af fuglaflensu í Kína

Tvö ný tilfelli hafa verið greind af H7N9 fuglaflensu í Kína í Henan héraði. Samtals hefur fimmtíu og einn verið greindur með vírusinn samkvæmt tölum frá kínverskum yfirvöldum og ellefu hafa dáið af völdum hans. 

Nítján manns sem höfðu verið í kringum þá tvo sem greindust nýlega með vírusinn sýndu engin merki um veikindi. Enginn tilfelli hafa verið greind utan Kína að sögn alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×