FH vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld er liðið lagði Aftureldingu. Danka Podovac fór á kostum í liði Stjörnunnar gegn HK/Víkingi og skoraði fjögur mörk.
Stjarnan er því búin að vinna alla fjóra leiki sína í deildinni og er á toppnum. Blikar eru í öðru sæti með lakari markamun.
HK/Víkingur er enn án sigurs í deildinni og hefur fengið á sig 21 mark í fjórum leikjum.
Úrslit:
FH-Afturelding 4-1
1-0 Ashlee Hincks (22.), 2-0 Teresa Marie Rynier (28.), 3-0 Ashlee Hincks (32.), 3-1 Sigríður Birgisdóttir (72.), 4-1 Guðrún Höskuldsdóttir (91.).
Stjarnan-HK/Víkingur 6-0
1-0 Danka Podovac (17.), 2-0 Danka Podovac (42.), 3-0 Danka Podovac (46.), 4-0 Megan Manthey (52.), 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (57.), 6-0 Danka Podovac (87.).
Hér að ofan má sjá mörkin úr leik FH og Aftureldingar.
