Erlent

Rökrætt um ímyndað afkvæmi lesbískrar drottningar

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lofað því að fyrir árið 2015 geti samkynhneigðir þar í landi gengið í hjónaband. Það gæti valdið því að mál kynnu að flækjast varðandi það hvernig breska krúnan gengur í erfðir.

Nú þegar stendur til að breyta lögum þannig að verði fyrsta barn hertogans af Cambridge stúlka, verði hún drottning. En ef svo kynni að hún væri samkynhneigð og eignaðist á fullorðinsárunum afkvæmi með sæði frá sæðisgjafa, vilja einhverjir meina að samkvæmt ströngustu reglum frá átjándu öld ætti afkvæmið ekki tilkall til krúnunnar

Þessari risastóru „Hvað ef?"-spurningu velta menn nú fyrir sér, og heyrast raddir um að setja eigi ákvæði í þessi nýju lög til að eyða þessari óvissu.

Og skoðanir þingmanna eru skiptar. Sumir telja að erfingi eigi bara að geta verið afkvæmi giftra hjóna af ólíku kyni á meðan aðrir vilja tryggja afkvæmum krúnuna, hvernig sem þau kunna að koma undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×