Erlent

Fjórðungur unglingsstúlkna í S-Afríku HIV-smitaðar

Heilbrigðisráðherrann lét skima eigið blóð í tilefni átaks gegn HIV.
Heilbrigðisráðherrann lét skima eigið blóð í tilefni átaks gegn HIV. Mynd/Getty
Að minnsta kosti 28 prósent unglingsstúlkna í S-Afríku eru HIV-smitaðar að sögn Aaron Motsoaledi, heilbrigðisráðherra landsins.

Að sama skapi eru átta prósent unglingsdrengja smitaðir af veirunni, en þessi munur er sagður stafa af því að fullorðnir karlmenn misnoti stúlkurnar. Um 94 þúsund unglingsstúlkur urðu barnshafandi á árinu 2011 og 77 þúsund fóru í fóstureyðingu.

„Það er ljóst að þetta eru ekki ungir drengir sem smita stúlkurnar," segir Motsouledi. „Þetta eru fullorðnir menn, og við verðum að taka afstöðu gegn þeim. Þeir eru að drepa börnin okkar."

Um tíu prósent S-Afríkumanna eru HIV-smitaðir, eða rúmlega fimm milljónir, en Motsoaledi segir nauðsynlegt að binda enda á faraldurinn. „Við getum ekki búið við þetta. Þetta þarf að stöðva."

Í fyrra létust rúmlega 260 þúsund manns úr alnæmi í S-Afríku, en það er næstum helmingur allra dauðsfalla í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×