Erlent

Tölvugerðar mannsmyndir draga úr einkennum geðklofa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjúklingar með geðklofa heyra stundum ofheyrnir.
Sjúklingar með geðklofa heyra stundum ofheyrnir. Mynd/ Getty.

Með því að nota tölvugerðar myndir af fólki er hægt að draga úr ofskynjunum hjá fólki með geðklofa. Þetta sýnir ný rannsókn sérfræðinga sem skoðuðu sérstaklega hóp sjúklinga sem sýndi engin viðbrögð við lyfjum.

The Wellcome Trust, sem er styrktarsjóður fyrir lífvísindamenn, tilkynnti í dag að vísindamenn við University College og King´s College í London fá 2 milljónir dala, um 250 milljónir íslenskra króna, til þess að rannsaka þessa meðferð betur.

Geðklofi er ástand sem hefur áhrif á hugsun, tilfinningar og hegðun. Þessi röskun hefur áhrif á um 1% mannkyns og talið er að um 25% nái að halda einkennum í skefjum með því að nota lyf. Með þessari nýju aðferð var hægt að draga úr ofheyrnum hjá sjúklingum. Þá dró jafnframt úr ranghugmyndum sem sköpuðust vegna ofheyrnanna.

Í meðferðinni voru ofheyrnirnar tengdar við tölvugerða mannslíkamana. Þannig gátu sjúklingarnir lært að bjóða röddunum byrginn og reka þær í burtu, segir Julian Leff, prófessor emeritus, við University College í Lundúnum í samtali við Bloomberg. Það var hann sem fór fyrir rannsókninni og birti hana í tímaritinu British Journal of Psychiatry í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×