Erlent

Rússneskur ofurhugi stökk niður Everest

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Hin 48 ára gamli Valery Rozov stökk í gær 7.220 metra niður af norðurhlíð Everest í fallhlíf. Með þessu setti hann heimsmet í fallhlífastökki af hæsta tindi. Þetta kemur fram á vefsíðu News.co.au.



Skipulagning stökksins tók rúmlega tvö ár. Þar af fór mestur tími í að hanna og þróa sérstakan vængjastökkgalla. Það tók hann svo svo fjóra daga að komast að stökkstaðnum á Everest.

Rozov sveif um loftin blá í rúma mínútu áður en hann opnaði fallhlífina. Hann lenti svo í heilu lagi rúmum kílómetra neðar. Ofurhuginn reyndi mikið á líkamleg þolmörk sín í stökkinu „Ég áttaði mig ekki á því hversu erfitt þetta var bæði líkamlega og andlega fyrr en ég var kominn aftur heim“, sagði hann í viðtali.



Stökkið var í tilefni þess að í dag eru 60 ár liðin frá því að mönnum tókst að klifa þennan hæsta tind heims. Það afrekuðu þeir Edmund Hillary og Tenzing Norgay.



Myndband af stökkinu er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×