Mark Blika gegn KR í Pepsi-deild karla var afar umdeilt en KR-ingar vildu að dæmd væri aukaspyrna á Sverrir Inga Ingason áður en hann leggur markið upp.
"Þetta er bara brot. Þetta er aukaspyrna," sagði Hjörvar Hafliðason en KR-ingar voru afar ósáttir við að markið fengi að standa.
Svo voru uppi áhöld um hvort innkast Blika á undan hefði verið löglegt. Sérfræðingar Pepsimarkanna voru ekki alveg með það á hreinu.
Horfa má á innslagið hér að ofan.
Íslenski boltinn