Lífið

Eitthvað sem allar konur ættu að eiga

Ellý Ármanns skrifar
Anna Rún Frímannsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur var meira en til í að segja okkur hvaða snyrtivörur hún er með í snyrtibuddunni og getur ekki verið án.

UNA - íslenska dagkremið og næturkremið

Þetta krem er algjör rakabomba fyrir húðina.

Kanebo - Sensai fljótandi litaða dagkremið

Einn besti farði sem ég hef fundið og eru glösin sem ég hef keypt í gegnum tíðina orðin óteljandi.

Kanebo Total Finish – fast púður

Úff, held að púðurdósin mín sé að verða antík þar sem ég er búin að eiga hana ansi lengi en ég kaupi alltaf áfyllingu þegar púðrið klárast. Þetta finnst mér einfaldlega besta púður í heimi enda sérstaklega þétt og mjúkt svo það helst lengi. Það er líka til í mörgum tónum svo allar konur ættu að finna lit við hæfi.

Helena Rubinstein – Lash Queen Mascara

Vá, held ég sé búin að eiga eina fimmtán svona en það er sama hvaða maskara ég kaupi ég enda alltaf á þessum. Hann lengir og þykkir augnhárin án þess að klessa þau. Ég er mjög vandlát á maskara en þessi er í algjöru uppáhaldi, gæti ekki án hans verið.

Augnahárabrettarinn frá Sephora

Að sjálfsögðu má svo ekki gleyma augnhárabrettaranum góða frá Sephora sem var valinn sá besti árið 2012 af samtökum förðunarmeistara, hann gerir kraftaverk fyrir augnhárin - þau brettast alveg ævintýralega upp við notkun hans.

Long Wear Gel eyelinerinn frá Bobby Brown

Þvílíkt flottur og einn sá besti sem ég hef átt. Ég á hann í þremur litum: dökkbrúnum, svörtum og svo í Forest Shimmer Ink litnum sem ég keypti mér nýlega. Finnst hann æði og nota hann dags daglega. Mér finnst alveg einstaklega gott að vinna með hann og svo helst hann á allan daginn sem er mikill kostur.

Bobby Brown – bronskinnaliturinn

Alveg geggjaður og eitthvað sem allar konur ættu að eiga. Hann er marglitur og brjálæðislega sanseraður sem gefur kinnunum og kinnbeinunum flotta og glansandi áferð. Ljósi hlutinn fer efst á kinnbeinin en sá dekkri aðeins undir þau. Mjög flott að nota hann einan og sér á sumrin án þess að vera með farða eða púður. Kinnarnar verða sem sólkysstar - þessi er í miklu uppáhaldi og sá sem ég get síst án verið.

Benecos snyrtivörulínan

Var að uppgötva nýju þýsku lífrænu snyrtivörurnar frá Benecos. Er alveg kolfallin fyrir þeim og sé mig alveg skipta í auknum mæli yfir í lífrænu vörurnar með tíð og tíma enda skiptir miklu máli hvað við setjum framan í okkur. En frá Benecos á ég varalitinn Peach og kinnalitinn Sassy Salmon sem er guðdómlega fallegur á litinn enda nota ég mikið peach litinn á sjálfa mig. Einnig fjárfesti ég í naglalakki frá þeim sem heitir Urban Grey - svakalega flott á litinn. Mæli með að allir kynni sér þessar flottu vörur en þær eru líka á svo viðráðanlegu verði. Finnst ekki verra þegar gæði og gott verð fara saman.

Mineralize skinfinish –lightscapade frá MAC

Þetta er highlight á kinnbeinin frá MAC sem kom í takmörkuðu upplagi á sínum tíma og er ég búin að eiga það í nokkur ár. Það gefur kinnbeinunum ljóssanseraðan og glansandi blæ og gefur manni þetta frísklega glóandi útlit.

Augnskuggar frá MAC

Á augnlokin nota ég dags daglega augnskuggana Yogurt og Quarry frá MAC, þeir smellpassa saman, eru báðir mattir og gefa svolítið náttúrulegt yfirbragð. Stundum bæti ég stardustinu Poudre Irisée frá Make-Up Forever yfir þegar ég vil fá meiri sanseringu á augnlokin og vera aðeins fínni.

Mac-gloss –Pink Lemonade

Þetta gloss varð að fylgja með en það er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér. Það er ferskjulitað og hentar vel með náttúrulegri förðun sem og förðun í sterkum jarðarlitum en ég mála augun oftast í þeim tónum. Maður þarf lítið af honum í einu því hann þekur vel og svo er flott að dreifa honum örlítið út fyrir efri vörina til að stækka varirnar aðeins. Hann er líka alveg ótrúlega flottur yfir Peach varalitinn frá Benecos.

Moroccon olía

Síðast en ekki síst verð ég að nefna Moroccan olíuna sem er algjört æði fyrir hárið. Svo skemmir ekki fyrir hvað það er góð lykt af henni en ég set alltaf örlítið af henni í hárið mitt á hverjum morgni.


Tengdar fréttir

Loksins fann ég rétta farðann

Jóhanna Þórarinsdóttir ÍAK einkaþjálfari og norðurlandameistari í bekkpressu leggur mikla áherslu á náttúrulegt útlit. Hún upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar.

Fann loksins augnskugga sem endist

Söng- og leikkonan Íris Kristinsdóttir sem eignaðist tvíburadrengi í apríl í fyrra hefur nóg að gera þegar kemur að uppeldinu. Íris sem er glæsileg kona upplýsir okkur hvaða húð- og snyrtivörur hún getur ekki verið án.

Ef sjampóið freyðir mikið er það gott

"Ég er hrifin af sjampóinu frá John Frieda af því að einu sinni var mér sagt að ef að sjampóið freyðir mikið þá er það gott sjampó og þetta sjampó alveg snar- freyðir."

Hægir á öldrun húðarinnar

Novexpert er ný húðlína sem vinnur gegn öldrun húðarinnar. Línan, sem er þróuð af frönskum vísindamönnum, er án parabena, rotvarnarefna og annarra skaðlegra aukaefna.

Notar maskara sem þykkir og lengir augnhárin

"Ég á í raun frekar lítið af snyrtivörum og nota þær hóflega. Ég er ákaflega vandlát á snyrtivörur og hef eytt drjúgum tíma, vangaveltum og aur í að finna þessar vörur sem ég mæli hér með," segir Steinunn Vala hönnuður...

Hefur ekki fengið eina bólu í 2 ár

"Ég hef ekki fengið eina bólu á mig í tvö ár eftir að ég hætti að nota vörur sem eru búnar til í verksmiðjum," segir Ornella Thelmudóttir leikkona er kröfuhörð þegar kemur að snyrtivörum og fæðu. Hún upplýsir okkur hvað hún notar.

Ómissandi snyrtivörur Ebbu

Ebba Guðný Guðmundsdóttir ástríðukokkur með meiru hefur í nægu að snúast þessa dagana en hún heldur úti fróðlegri matarsíðu PureEbba.com samhliða því að skrifa matreiðsluækur á sinn einstaka máta. Lífið spurði Ebbu hvaða fimm snyrtivörur hún getur ekki verið án.

Snyrtivörurnar sem Svala Björgvins notar

Söngkonan Svala Björgvins sem er búsett í Bandaríkjunum er stórglæsileg kona með áberandi fallega húð. Hún upplýsir okkur hvaða húð- og snyrtivörur hún getur ekki verið án.

Lífrænar vörur sem gera kraftaverk

"Það gerir mann svo miklu sætari á grámyglulegum morgnum. Þetta krem er ekki farði en það gerir mann útiteknari. Líflaust andlitið peppast upp og fær á sig örlítið brúnni blæ. Mæli eindregið með því."

Eftir allt sukkið í desember þarf maður næringu fyrir húðina

"Eftir allt sukkið í desember í konfekti, mat, drykk og svefninn á hvolfi þarf maður næringu fyrir húðina. Ég ákvað að taka smá treat á þetta núna til að fríska mig aðeins við á nýju ári," segir Eva Dögg eigandi Tiska.is...

Held mig yfirleitt við jarðliti

Söngkonan Ruth Moore eða Rut Reginalds eins og við þekkjum hana er búsett í Bandaríkjunum. Hún sagði okkur hvaða snyrtivörur hún notar.

Virkar eins og hrukkustraujárn

"Ég er auðvitað snyrtivörusjúk og með hrukkufóbíu á háu stigi og mér finnst hrikalega gaman að nota snyrtivörur," segir Margrét.

Ef ég fíla eitthvað þá kaupi ég það aftur

"Ég er nú ekki mikið fyrir mála mig mikið dags daglega en er alltaf með maskara frá Helen rúbinstein sem er algjör snillð að mínu mati hann gerir augnahárin þettari og lengri sem öllum konum langar að ná fram."

Snilld fyrir mömmur sem verða stundum þreyttar

Manúela Ósk Harðardóttir sem heldur meðal annars úti tískublogginu M-x-k.com upplýsir okkur um fimm vörur sem hún getur ekki verið án þegar kemur að húð- og hárumhirðu.

Notar krem stútfullt af andoxunarefnum

Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður og starfsmaður nýsköpunardeildar Matís er stórglæsileg kona sem hefur nóg að gera samhliða móðurhlutverkinu. Við forvitnuðumst hvaða snyrtivörur hún notar dags daglega.

Augnhárabrettir ómissandi til að skerpa augun

María Builien Jónsdóttir nemi og eigandi ICE import ehf upplýsti okkur um fimm snyrtivörur sem hún getur ekki verið án. Hún leggur áherslu á góð næringarrík krem á sama tíma og hún viðurkennir fúslega að hún verslar sér ódýra eye-liner í næstu matvörubúð.

Ég er áskrifandi að þessari snilld

"Allir ættu að eiga þetta bronzing gel. Ég er áskrifandi að þessari snilld. Mjög fallegur litur og eðlilegur. Sleppa að meika sig dags daglega og skella þessu á sig, maskara og glossi og taramm..."

Notar maskara sem þykkir hárin og þéttir

"Þegar ég var ung þá var ég sambrýnd með þykkar dökkar augabrýr. Þær hafa nú þynnst og ég hef líka verið að plokka þær í gegnum tíðina. Svo nú þarf ég að hjálpa þeim, bæði hressa þær við með lit og lyfta og til þess nota ég Benefits vörurnar "Brow Shaping kit" og "quick set brow gel" algerlega ómissandi fyrir mig."

Það er sama hversu "ljótur" maður vaknar - það hverfur allt með þessu meiki

"Þegar árin fara að færast yfir mann þá fer húðin að missa þennan náttúrulega ljóma sem fylgir æskuárunum. Með því að púðra húðina þá undirstrikar maður í raun aldurinn. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég get bara ekki fundið mér neitt annað meik en þetta létta steinefnameik með ljóma frá MAC. Það gefur ekki bara fallega áferð, ef maður notar bursta til að bera það á með, og ljóma heldur nærir það húðina því það er stútfullt af náttúrulegum steinefnum. Það er sama hversu "ljótur" maður vaknar - það hverfur allt með þessu meiki."

Húðin verður frískari og mjúk sem silki

"Ég á endalaust mikið af augnskuggum og varalitum. Um leið og ég uppgötvaði snyrtivörur var í raun ekki aftur snúið," segir Marín Manda Magnúsdóttir...

Saltið er dásamlegt þegar skrokkurinn er stirður

"Þegar gráminn ætlar að drepa mig lifandi er hressandi að koma við í Signature of Nature og fá sér ljómunarmeðferð af spa barnum þeirra. Hreinlega lygilegt hve vel það virkar."

Ég elska varaliti og nota þá daglega

María Björk Sigurpálsdóttir fyrirsæta og klæðskeranemi hugsar vel um húðina og hárið. Hún er óhrædd við að nota eldrauðan varalit og eyeliner enda fer það henni áberandi vel. María upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún getur ekki verið án.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.