Lífið

Ég er áskrifandi að þessari snilld

Ellý Ármanns skrifar
Birna Björnsdóttir eigandi Dansskóla Birnu Björns upplýsti okkur hvaða húð- og snyrtivörur hún notar.

Silky purifying frá Sensai

"Ég er mjög hrifin af Sensai vörunum. Ég var að fá mér dásamlegt augnkrem en það er látið mjög vel af því. Ég fékk mér einnig alla hreinsilínuna frá þeim. Hún heitir Silky purifying. Maski, hreinsikrem, sápa og lotion."

Smash box augnskuggar

"Þessar vörur eru nýkomnar til landsins. Ég er rosalega ánægð með þær. Nett box í veskið með uppahaldslitunum mínum. Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt."

Sensai bronsing gel

"Allir ættu að eiga þetta bronzing gel. Ég er áskrifandi að þessari snilld. Mjög fallegur litur og eðlilegur. Sleppa að meika sig dags daglega og skella þessu á sig, maskara og glossi og taramm..."

Mythic Oil

"Þessi olía er mjög nærandi fyrir hárið. Ég nota hana bæði í þurrt og blautt hárið og finn mikinn mun."

Kókosolía

"Ég fór með Selmu systur í Bláa Lónið um daginn og hún var með kókosolíu með sem við bárum á likamann eftir á. Ég hef aldrei verið með eins mjúka húð. Þetta er komið i töskuna mína í ræktina."

Birna Björnsdóttir.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.