Tíska og hönnun

Ég elska varaliti og nota þá daglega

Ellý Ármanns skrifar
María Björk Sigurpálsdóttir fyrirsæta og klæðskeranemi hugsar vel um húðina og hárið. Hún er óhrædd við að nota eldrauðan varalit og eyeliner enda fer það henni áberandi vel. María upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún getur ekki verið án.

"Lasting drama gel eyelinerinn frá Maybelline hefur lengi verið í uppáhaldi. Þeir segja að hann haldist í allt að 24 tíma og stendur hann svo sannarlega undir því. Ég nota hann við öll tilefni. Hann er virkilega þægilegur í notkun, helst á allan daginn og þolir nánast allt.Það er vel hægt að nota hann við gerð fjölmargra mismunandi útlita. Hann er fáanlegur í nokkrum litum en ég hef þó bara átt svarta enda er svartur eyeliner alltaf klassísk."

"Paint pot frá Mac er klárlega nauðsynleg snyrtivara þegar ég er að mála mig áður ég fer leiðinni út á lífið. Þetta er sem sagt eins og hyljari en samt ekki hyljari. Þegar hann er borinn á þá hylur hann allt á augnlokinu, semsagt virkilega góður grunnur áður en lengra er haldið í förðuninni. Maður ber þetta yfir allt augnlokið og síðan er augnskugginn settur yfir. Liturinn frá augnskugganum kemur sterkar fram og klessist lítið sem ekkert. Augnförðuninn helst á allt kvöldið og lítur nánast eins út í lok þess og það gerði í byrjun."

"Cover all mix hyljara pallettan frá Makeupstore. Í henni eru þrír litir og hafa þeir allir sitt séreinkenni. Litirnir hafa líka fallega áferð og hylja einstaklega vel. Ég hef notað hann síðan ég var 15 ára, sem þýðir að hann er besti hyljarinn að mínu mati."

"Mineralize púðrið frá Mac er mitt uppáhals púður þessar stundina. Í því eru náttúrulegu steinefni sem fer vel með húðina. Það er rosalega mött áferð á því sem mér finnst vera algjör kostur. Það gefur húðinni fallega áferð og endist vel. Ég nota þetta púður daglega."

"Russian Red varaliturinn frá Mac er búinn að vera ómissandi hjá mér í vetur, ég eiginlega ofnota hann. Hann er með rosalega fallega matta áferð og helst vel á. Ég elska varaliti og ég nota þá daglega. Ég er mjög mikið fyrir að hafa þá sterka og áberandi. Ég held að varalitir séu mín mikilvægasta snyrtivara."

"Moroccanoil er allveg yndisleg. Hún gefur hárinu raka. Hún er einstaklega góð fyrir slitna enda og mýkir þá. Olían lyktar líka svo vel líka þar sem hún ilmar af kókós. Hún inniheldur arganolíu sem smýgur inn í hárið og gefur því silkimjúka og glansandi áferð. Hún gefur hárinu líka mikla næringu."

María Björk Sigurpálsdóttir.

Tengdar fréttir

Ómissandi snyrtivörur Ebbu

Ebba Guðný Guðmundsdóttir ástríðukokkur með meiru hefur í nægu að snúast þessa dagana en hún heldur úti fróðlegri matarsíðu PureEbba.com samhliða því að skrifa matreiðsluækur á sinn einstaka máta. Lífið spurði Ebbu hvaða fimm snyrtivörur hún getur ekki verið án.

5 ómissandi hlutir Tinnu Alavis

Lífið spurði Tinnu Alavis nema og tískubloggara á Secrets.is hvaða húð- og hárvörur hún getur ekki verið án. Tinna nefndi fimm hluti sem hún notar daglega þegar kemur að útlitinu og af hverju.

Eftir allt sukkið í desember þarf maður næringu fyrir húðina

"Eftir allt sukkið í desember í konfekti, mat, drykk og svefninn á hvolfi þarf maður næringu fyrir húðina. Ég ákvað að taka smá treat á þetta núna til að fríska mig aðeins við á nýju ári," segir Eva Dögg eigandi Tiska.is...
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.