Erlent

Mótmæla giftingum samkynhneigðra

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Kaþólska kirkjan er sögð styðja mótmælin heilshugar.
Kaþólska kirkjan er sögð styðja mótmælin heilshugar.
Að minnsta kosti 45 þúsund manns komu saman til að mótmæla giftingum samkynhneigðra og ættleiðingum homma og lesbía í París um helgina. Skipuleggendur mótmælanna mótmæla reyndar þessum tölum lögreglu og halda því fram að 270 þúsund manns hafi mætt.

Gert er ráð fyrir að lög sem leyfa giftingar samkynheigðra verði samþykkt á franska þinginu á þriðjudaginn. Mótmælin fóru vel fram en menn óttuðust að kastast myndi í kekki eins og gerði í sambærilegum mótmælum fyrr á árinu. Rúmlega 3.500 manns mættu til að mótmæla mótmælunum.

Kannanir benda til að 55 til 60 prósent Frakka séu fylgjandi því að samkynhneigðir fái að giftast en um 50 prósent sé fylgjandi því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Andstæðingar þessa njóta stuðnings kaþólsku kirkjunnar sem vill meina að þetta spor grafi undan samfélagslegum stoðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×