Erlent

Allir komust lífs af í alvarlegu flugslysi

Frá slysstað.
Frá slysstað.
Farþegaþota frá indónesísku flugfélagi lenti í sjónum undan ströndum Balí þegar lending mistókst þar í morgun.

Svo virðist sem flugstjórinn hafi ekki lent nægilega snemma á flugbrautinni með þessum afleiðingum en allir um borð eru sagðir hafa komist lífs af.

Hundrað og þrjátíu manns voru um borð í þotunni sem er af gerðinni Boeing en hún stöðvaðist um þrjú hundruð metrum frá brautarendanum. Ljóst er að nokkrir hafa slasast en fjöldi þeirra er enn óljós að því er segir á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×