Erlent

Sjö ára með fuglaflensuna

Sjö ára stúlka í Pekíng í Kína hefur greinst með fuglaflensu H7N9 og er þetta fyrsta tilfellið af flensunni sem kemur upp í höfuðborginni.

Þrjátíu og átta hafa verið greindir með flensuna í landinu frá því á miðvikudag og hefur hún dregið níu til dauða. Tveir fullorðnir eru nú í einangrun á sjúkrahúsi í Pekíng þar sem óttast er að þeir hafi smitast. Fólkið hefur þó ekki sýnt nein einkenni. 

Bandarískir vísindamenn segja að það kunni að taka marga mánuði að finna mótefni við fuglaflensuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×