Erlent

Tímamótadómur í Danmörku

Þorgils Jónsson skrifar
Tveir danskir bræður af sómölskum uppruna voru í gær dæmdir í héraðsdómi í Árósum fyrir að hafa sótt þjálfun fyrir hryðjuverkamenn. 
Fréttablaðið/Þorgils
Tveir danskir bræður af sómölskum uppruna voru í gær dæmdir í héraðsdómi í Árósum fyrir að hafa sótt þjálfun fyrir hryðjuverkamenn. Fréttablaðið/Þorgils
Tveir danskir bræður af sómölskum uppruna voru í gær dæmdir fyrir héraðsdómi í Árósum í þriggja og hálfs árs fangelsi hvor um sig fyrir að hafa sótt æfingabúðir fyrir hryðjuverkamenn. Um tímamótadóm er að ræða þar sem aldrei fyrr hefur verið dæmt eftir þessum lagabókstaf, sem var tekinn í lög árið 2006.

Bræðurnir sem eru 24 og 19 ára gamlir hafa búið í Danmörku í 16 ár og eru danskir ríkisborgarar, búsettir í Árósum. Sá eldri er dæmdur fyrir að hafa sótt æfingabúðir Al-shabaab hryðjuverkasamtakanna rétt utan við Mógadisjú í Sómalíu í fyrravetur, en hinn er dæmdur samsekur fyrir að hafa stutt bróður sinn bæði fjárhagslega og andlega.

Sá eldri, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði, hafnar málatilbúnaðinum og segist hafa verið í Sómalíu að heimsækja skyldmenni.

Bræðurnir hafa báðir áfrýjað dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×