Erlent

Svínakjöt í shawarma í Kaupmannahöfn, múslimar æfir af reiði

Múslimar í Kaupmannahöfn og nágrenni eru æfir af reiði eftir að matvælaeftirlit Danmerkur fann svínakjöt í shawarmakjöti sem á að vera steikt nautakjöt.

Svínakjötið fannst á mörgum shawarmastöðum í borginni sem og grillbörum og pizzustöðum.

Imran Shah formaður Íslamska trúarsamfélagsins í Danmörku segir að hér sé ekki um minniháttar mistök að ræða og segir málið reginhneyksli. það þýði að múslimar muni ekki geta borðað shawarma á næstunni en yfir 200.000 múslimar eru búsettir í Danmörku.

Svínakjötið fannst í kjötvörum frá fyrirtækinu Anadolu Köd sem er stærsti framleiðandi shawarma í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×